21.4.08

Hitabylgja

Hér hefur verið heitt og notalegt í nokkra daga.
Hittinn fór í 88 á Farenheit í fyrradag. Við feðgar ákváðum af því tilefni að sofa úti á trampólíni.
Það var gaman. Fyrst hugsaði ég mér að við Ólafur myndum gera þetta einir, en Finnur frétti af þessu og vildi fá að vera með.
Við fórum út með vindsæng, kodda og svefnpoka og sváfum svo undir berum himni. Strákunum þótti þetta mjög spennandi. Finnur lagðist margsinnis og reis alltaf upp aftur. Ég spurði hann einu sinni hvað hann væri að gera og hann sagði með mikilli innlifun:
"I´m looking at the whole wide world!" Ég fór inn með Finn um kl. 2 um nóttina, en við Ólafur Stefán héldum þetta út og vöknuðum um klukkan hálf átta.

15.4.08

Titanic

Titanic sökk þennan dag árið 1912. Það átti ekki að geta gerst.

Síðan hefur orðið til þetta skemmtilega orðatiltæki:

Rearranging the deck chairs on the Titanic.

Á kannski vel við um ríkisstjórn Íslands í dag.

12.4.08

Engrish

11.4.08

McCain og Rice?

Það er mikið verið að spá í það þessa dagana hvort að Condoleezza Rice verði varaforsetaefni repúblikana. Ég held að hún yrði mjög sterk og myndi hala inn mörgum atkvæðum fyrir þá.
Ég heyrði sagt frá könnun í gær þar sem í ljós kom að McCain/Rice myndi sigra Obama/Clinton eða Clinton/Obama.
Það er sennilega verið að ganga á eftir henni með þetta þessa dagana, ég veit ekki hvað hún hefur mikið frumkvæði af því að skoða þetta sjálf. Ég gæti vel trúað því að Bush sé aðalmaðurinn á bak við þessa hugmynd.
Hún er svona týpa sem er beðin að taka að sér verkefni og hefur ekki sóst eftir mörgum stöðum. Henni mistókst reyndar að verða það sem hún ætlaði sér í lífinu, hún vildi verða konsertpíanisti.
Ég held að repúblikanarnir sjái það að þeir geti hreinlega ekki stillt upp 2 hvítum körlum í þetta skiptið. Á móti koma raddir sem segja að hún höfði ekki sérstaklega til hópa sem McCain þarf að gæta sín á að missa ekki frá flokknum, þannig að það gæti farið svo að hann velji sér einhvern sem höfðar til þeirra sem eru mjög trúaðir, eða þá einhvern sem höfðar til "ekta" íhaldsmanna (fiscal conservatives).

10.4.08

Stop-Loss


Ég sá Stop-Loss í gærkvöldi. Nafið vísar til þess þess þegar hermennirnir eru sendir aftur í stríðið, fá ekki að hætta þrátt fyrir að hafa unnið út samningstímann. Þeir eru margir verulega fúlir yfir þessu sem stundum er kallað "backdoor draft".
Ég var búinn að sjá trailerana og vissi ekki almennilega á hverju ég átti von. Það er þungur undirtónn í myndinni, og einhvernvegin gæti maður haldið að hún væri meira léttmeti þegar horft er á kynningarmyndböndin á netinu. Kannski þetta hafi verið gert vegna þess að menn eru hræddir um að fólk sé ekki til í að takast á við svona sterka ádeilu í miðju stríði. Ég held að það sé málið, myndin hefur hlotið misjafna dóma og ásóknin hefur verið dræm. En ég vel trúað að hún ætti eftir að gera það gott í Evrópu.
Þetta er önnur mynd leikstjórans Kimberly Peirce, sem var í University of Chicago á svipuðu róli og Meredith. Hún skrifaði handritið ásamt bróður sínum, en hann er einmitt hermaður. Hann leggur til mikið af því sem hermennirnir gera og hvernig þeir tala og það virkaði allt saman mjög raunverulegt á mig. Þetta er fyrsta myndin sem hún gerir í 10 ár, hún tók sér greinilega gott hlé eftir Boys Don´t Cry, sem sló svo eftirminnilega í gegn.
Ryan Phillippe stendur sig vel í aðalhlutverkinu og myndin verkaði sterkt á mig þótt hún væri svolítið yfirgengileg á köflum.
Ég set hana hiklaust á stall með The Deer Hunter, en það eru sennilega deildar meiningar um það!

3.4.08

Myndir


2.4.08

Finnur tilbúinn í fjallgöngu