Hitabylgja
Hér hefur verið heitt og notalegt í nokkra daga.
Hittinn fór í 88 á Farenheit í fyrradag. Við feðgar ákváðum af því tilefni að sofa úti á trampólíni.
Það var gaman. Fyrst hugsaði ég mér að við Ólafur myndum gera þetta einir, en Finnur frétti af þessu og vildi fá að vera með.
Við fórum út með vindsæng, kodda og svefnpoka og sváfum svo undir berum himni. Strákunum þótti þetta mjög spennandi. Finnur lagðist margsinnis og reis alltaf upp aftur. Ég spurði hann einu sinni hvað hann væri að gera og hann sagði með mikilli innlifun:
"I´m looking at the whole wide world!" Ég fór inn með Finn um kl. 2 um nóttina, en við Ólafur Stefán héldum þetta út og vöknuðum um klukkan hálf átta.
Hittinn fór í 88 á Farenheit í fyrradag. Við feðgar ákváðum af því tilefni að sofa úti á trampólíni.
Það var gaman. Fyrst hugsaði ég mér að við Ólafur myndum gera þetta einir, en Finnur frétti af þessu og vildi fá að vera með.
Við fórum út með vindsæng, kodda og svefnpoka og sváfum svo undir berum himni. Strákunum þótti þetta mjög spennandi. Finnur lagðist margsinnis og reis alltaf upp aftur. Ég spurði hann einu sinni hvað hann væri að gera og hann sagði með mikilli innlifun:
"I´m looking at the whole wide world!" Ég fór inn með Finn um kl. 2 um nóttina, en við Ólafur Stefán héldum þetta út og vöknuðum um klukkan hálf átta.