26.1.08

Florída

Við erum á leið í sólina, ætlum að vera á Flórída í viku.
Það verðu fínt.

Ég sá þættina sem The Daily Show gerði um daginn á Íslandi í tilefni þess að Ísland dró herafla sinn (Herdísi) heim.

Þetta var vel unnið hjá þeim og fyndið. Þeir komust meira að segja að því að Íslendingar eiga erfitt að greina á milli V og W. Meredith er alltaf að stríða mér á þessu, en þetta er eiginlega það eina sem ég æfinlega klikka á í framburði á ensku. Japanar eiga erfitt með að greina á milli L og R og við Íslendingar eigum erfitt með V og W. Þannig á ég til að segja wolleyball en ekki volleyball og margir Íslendigar segja áreiðanlega vale en ekki whale þegar rætt er um hvali.
Sennilega til komið vegna þess að W finnst ekki í íslenska stafrófinu og okkur finnst V og W mynda sama hljóðið.

19.1.08

Þegar


Ég horfði á fína írska mynd í gærkvöldi, ljúfsára ástarsögu sem nefnist Once.

Hún fjallar um götutónlistarmann í Dublin og það hvernig hann kynnist stúlku sem selur rósir á götum úti, en fær að æfa sig á píanó í hádeginum í hljóðfæraverslun í nágrenninu.

Þetta er óvenjuleg ódýr indie mynd og tónlistin er aðalatriðið, söguþráðurinn er borinn uppi af lögunum.

Leikstjórinn, John Carney, var einu sinni bassaleikari í hljómsveitinni The Frames, en aðalleikarinn Glen Hansard, er einmitt söngvari og gítarleikari í þeirri sömu sveit. Carney hætti í hljómsveitinni til að snúa sér að kvikmyndagerð. Aðalleikonan, Markéta Irglová, er líka tónlistarmaður.

Tónlistin er frábær, manni finnst að maður sé að hlusta á Damien Rice, eða náskyldan frænda hans. Þetta er líka allt ekta, tekið meira og minna upp live, og lögin og textarnir eru eftir þau skötuhjúin. Hér er Myspace síðan með tónlistinni úr myndinn.

John Carney gekk með hugmyndina að myndinni í magananum og ætlaði að fyrst að hafa reynda leikara í myndinni (sem gætu þó sungið), en ákvað í staðinn að láta þau taka þetta að sér, reynda tónlistarmenn en ekki leikara. Hansard hefur þó áður komið fram í mynd, hann lék lítið hlutverk í myndinni The Commitments.

Það er fyndið að sjá gítarinn sem hann notar í myndinni, beinlínis gatslitinn kassagítar. Sjaldan séð jafn mikið notað hlóðfæri.

Titill myndarinnar segir leikstórinn vísa til þess eiginleika írskra karlmanna (og karla út um allan heim) að láta aldrei verða af draumunum, margir séu hæfileikaríkir og tali (sérstaklega yfir einum Guinness) um að fara nú að drífa sig í að gera eitthvað af viti. En svo verður aldrei neitt úr neinu.

- Once I´m done doing ...... I´ll go ahead and....
Og svona heldur lífið áfram.





15.1.08

Finnur þriggja ára



Finnur varð þriggja ára 11. janúar. Við héldum afmælisveislu á laugardaginn. Það var mikið fjör eins og við var að búast. Við gáfum honum nokkra búninga í tilefni dagsins og krakkarnir léku sér mikið við að klæða sig og vera í allskyns gerfum.

Ég keypti meira að segja páfagauk þannig að sjóræninginn gæti verið með einn slíkan á öxlinni!

9.1.08

Eitt bros - eitt tár

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.

Svo segir í Einræðum Starkaðar, en eftir úrslitin í NH í gær má kannski segja að það hæfi betur að segja:

Eitt tár getur dimmu í dagsljós breytt

Já úrslitin voru þvert á allar kannanir og þetta verður ofsalega spennandi áfram.
En hvað veldur? Menn hafa mikið klórað sér í hausnum yfir því í dag.

Sumir halda að fólk hafi hallað sér að Hillary eftir kappræðurnar á laugardag og líka eftir að hún lét glitta í tár og sýndi þannig að hún væri mannleg. Ég held að það sé mikið til í því. Það voru svo margir óákveðnir fram á síðustu stundu. En fleira hefur verið tínt til. Kannanirnar spáðu rétt fyrir hjá repúblikönum en voru allar vitlausar hjá demókrötum. Og af þeim óákveðnu munaði bara 3 prósentustigum á þeim sem snéru sér á endanum að Hillary og þeim sem kusu Obama.

Ein tilgátan er sú að hér sé um að ræða rasisma, að fólk sem ekki vill kjósa svartan mann sé fólkið sem ekki svari í könnunum eða segist ætla að kjósa eitthvað annað ef hringt er í það.

En hvers vegna gerðist þetta ekki í Iowa? Kannski er það mikill munur á fólkinu í þessum tveimur fylkjum. Kannski er það vegna þess að um er að ræða opna fundi (caucus) í Iowa en í New Hampshire fara fram hefðbundnar kosningar með kjörseðlum.

Ég held að Hillary hafi fengið til sín samúðarfylgi eftir að hún táraðist. Síðan sendu þau Bill til að tala Obama niður í háskólabæjunum þar sem fylgi hans var mest.

Maður vonar bara að baráttan verði ekki of blóðug, en ég hef það á tilfinningunni að Clinton maskínan svífist einskis.

En auðvitað yrðu þau öll ágætis forsetar Obama, Hillary, og Edwards, en það yrði náttúrulega frábært ef kona eða blökkumaður yrði forseti í fyrsta skipti.

7.1.08

Meredith á forsíðunni!



Blaðið hér í Rochester (The Democrat and Chronicle) tók viðtal við Meredtih í síðustu viku sem átti að koma í blaðinu í dag. Ég fór náttúrulega og keypti blaðið í mörgum eintökum og þá kom í ljós að hún var ekki í blaðinu heldur á forsíðunni.

Þetta var ágætis grein sem fjallaði um skortinn á öldrunarlæknum.

Hér er tengill á greinina.


Og hér er greinin í heild:

Advertisement


enlargeEnlarge image
CARLOS ORTIZ staff photographer
Dr. Meredith Cricco of Rochester, who is training as a specialist in geriatrics, checks in on Janet Stone of Henrietta at Monroe Community Hospital. Last year only 91 doctors began training in geriatrics nationwide.
By the numbers
35 certified geriatricians in the Rochester area, including those at Strong Memorial, Highland, Unity and Rochester General hospitals and at various nursing homes.
7,128 certified geriatricians in the United States.
4 medical school graduates training at the University of Rochester this year to be certified geriatric doctors. The University of Rochester runs the only geriatric fellowship program in the area.
91 U.S. medical school graduates entered geriatric medicine fellowship programs last year, a drop from 167 in 2003.
253 of the nation's 468 geriatric medicine first-year fellowship training spots were filled in 2007 (and most fellows came from medical schools outside the country).
13 percent of Rochester metropolitan area residents are 65 and older.
19.7 percent of people nationwide are projected to be 65 or older by the year 2030.
Sources: The American Geriatrics Society, the Association of Directors of Geriatric Academic Programs, the U.S. Census Bureau, the University of Rochester division of geriatrics and aging.

enlargeEnlarge image
CARLOS ORTIZ staff photographer
Cricco visits hospital patient Ruth Warner of Rochester. She was drawn to geriatrics as a medical student in Iceland.
Related news from the Web
Latest headlines by topic:
Physical Medicine & Rehabilitation
Geriatric Medicine
Family
Medicine
Nursing
Internal Medicine
Elderly
Entertainment
Drama
Television

Powered by Topix.net
Fewer geriatricians confront a growing need


Post Comment

(January 7, 2008) — Dr. Meredith Cricco was a rarity among aspiring doctors.

While other medical students were picking "glamorous" fields like cardiology or surgery, she chose a specialty that never inspired hit TV hospital dramas, comes with one of the lowest average doctor salaries and has such tremendous shortages that experts say the open spots might never be filled.

Cricco is becoming a geriatrician, taking on the diseases, the debilities and all the other primary-care needs of the oldest patients.

"The most complicated procedure I do is flushing someone's earwax out," said Cricco, who graduated from the University of Iceland's medical school in 2001 and did her residency at Strong Memorial Hospital. "You don't get paid a lot of money for that. But if you can flush earwax out and people can hear again, the difference in their daily life is huge."

Senior health has never been a sexy topic, but Cricco, a New Hampshire native, found her passion during summer jobs with nursing homes and visiting nurses associations in Iceland. Now the 36-year-old and a shrinking group of others like her stand to inherit the medical care of tens of millions of aging baby boomers.

Last year, just 91 of the nation's more than 16,000 medical school graduates entered geriatric fellowship programs, which are required for board certification in senior health. Cricco is one of four fellows at the University of Rochester, which runs the only program in the area.

The results are obvious: As of April 2007 there were 7,128 certified geriatricians in the country, down nearly 24 percent since 1996. In Rochester-area hospitals, there are fewer than 50 doctors in geriatric medicine.

Economic disincentives

Even as medical school enrollments reach record highs, the American Geriatrics Society projects that fewer and fewer doctors will specialize in senior health care and that by 2030 only one geriatrician will be available for every 4,254 Americans older than 75. "We're dropping like flies," said Dr. Steven Rich, chief of the geriatric division at Rochester General Hospital. "If we now look at what we have promised to the baby boomer generation as they get older, it is an absolute impossibility. The numbers are so bad; there's never going to be enough geriatricians."

To Rich, the problem is economic. In 2005, the median salary for a geriatrician in private practice was $162,977, about $11,687 less than what a general internist would make in a year. For medical students eager to pay back hefty tuition loans, the dollars don't add up.

As a result, older people often turn to primary-care physicians, but those "geriatricians by default" are taught that young families with children are best for business, Rich said. Many turn away elderly patients who are more likely to have complex conditions and rely on Medicare or Medicaid, which don't reimburse as quickly or as fully as commercial insurance plans.

"The perception is, it's a lot of work and too much paperwork," said Dr. Paul R. Katz, chief of the division of geriatrics and aging at the University of Rochester. He believes the federal government should revamp Medicare reimbursement programs and offer loan forgiveness programs to encourage medical students to specialize in geriatrics.

Another part of the problem, though, is that geriatrics is still a widely undervalued field, he said. "I think most people on the street don't even know what a geriatrician is. Even in the medical field, most people don't realize what geriatrics does."

Confronting a mind-set

In 1988, geriatric medicine became a certified specialty under the American Board of Internal Medicine and American Board of Family Medicine, as aging issues generated public interest and advocates spoke out on the importance of expertise in senior health. The number of geriatricians climbed but then fell, with fewer and fewer medical students showing interest in all aspects of primary care.

Now, when UR fellow Cricco gives lectures to medical students and residents, "they'll roll their eyes," she said.

"People look down on geriatrics and think the excitement is elsewhere. Their basic feeling is that it's just too late to make any difference."

That mind-set is indicative of a larger issue, said geriatrician Dr. Michael Nazar, Unity Health System's vice president of primary care. As the senior population balloons, too few people understand the particularities of old age, which comes not only with multiple medical conditions and chronic diseases, but also with varied issues such as isolation and mobility, he said.

"I think the problem is more complex than just, 'Do we have enough geriatricians?' People need medical care providers who are sensitive to the needs of older people, and we need to make it more part of medical school training, residence training, physical therapist and pharmacist training. We have to change a lot of society."

Recognizing the mind-set and the practically unrecoverable geriatrician shortages, Rich operates a consulting service through ViaHealth to teach internists, family practitioners, gynecologists and other doctors how to treat older patients better. Until 2006, he ran the service through Lifetime Health Medical Group, but it was "not bringing in the revenue it needed to support itself," said Lifetime spokeswoman Cynthia Eberl.

Though the service still isn't lucrative, Rich believes it's a stopgap until major financial changes are made in Medicare and the geriatric field.

In the meantime, he tells aspiring doctors that working with older patients provides an opportunity to take on the challenges of multiple, complex conditions and see treatments that have an impact on quality of life.

And if nothing else works: "When people ask, 'Why go into geriatrics?' I often tell them, 'Well, it's to save the world.'"

4.1.08

Jarðskjálftinn í Iowa

Úrslitin í Iowa voru söguleg. Obama tók þetta með glæsibrag. Fjölmiðlarnir hér tala um jarðskjálfta. Það hafa nánast allir hrifist með, íhaldsamir blaðamenn eins og Tony Blankley og David Brooks eru sammála um að úrslitin séu söguleg og að hér sé eitthvað stórt og mikið að gerast. Tony Blankley sagði að Obama væri blanda af John F Kennedy og Martin Luther King. Ekki leiðum að líkjast.

Ég las bækurnar hans Obama um jólin. Sú fyrri er ævisaga hans og stórmerkileg og sú seinni fjallar um hans pólitísku skoðanir. Hann er einstaklega vel skrifandi og ekki er hann síðri ræðumaður. Ræðan hans í Iowa eftir sigurinn var frábær, hann talaði af hógværð og þakkaði kjósendum og talaði til kjósenda en ekki eingöngu um sjálfan sig.

Ræða Hillary var ólík, svona ég um mig frá mér til mín ræða. Á bak við Obama glitti í unga stuðningsmenn hans en myndin af Hillary minnti á vaxmynd af Hvíta húsi Clintons. Þar var Bill, og Madaleine Albright, og allir slegnir yfir ósigrinum.

Nú verður hrikalega spennandi að fylgjast með því hvernig allt fer í New Hampshire. Íbúarnir þar telja sig vera mjög sjálfstæða og vilja meina að úrslitin í Iowa stýri því ekki hvernig þeir koma til með að kjósa, en kannanir virðast samt benda til þess að svo verði.

Það yrði náttúrulega einstaklega frábært ef Obama færi alla leið, það er nánast ekki hægt að hugsa sér mann með ólíkari bakgrunn en núverandi forseta. Alinn upp af einstæðir móður og ömmu og afa, átti heima í nokkur ár í Indónesíu og á fullt af ættingjum í Kenía sem sumir hverjir búa í kofum úti í sveit.