9.6.08

Þetta er orðið ágætt


Jæja, nú held ég að þetta sé orðið ágætt. Við förum héðan í lok mánaðarins og verðum ýmist hjá tengdó og á ferðalagi í norðvestur Bandaríkjunum og Kanada í júlí. Komum til Akureyrar eftir verslunarmannahelgi. Það lítur meira að segja út fyrir að við höfum verið að redda okkur húsnæði rétt áðan: tökum á leigu einbýlishús í Hlíðargötu, nákvæmlega sjö húsalengdir frá Agli og Einari vinum okkar og álíka langt frá mömmu og pabba.

Við verðum héðan í frá með myndir og fréttir annað slagið á hinni bloggsíðunni minni, sem er á ensku handa ættingjum og vinum hér.

Ég læt hér fylgja með tengil á albúm úr ferð okkar Meredith um Vesturströnd Bandaríkjanna fyrir 10 árum síðan. Þetta eru slides myndir teknar á gömlu Rolleiflex vélina og ég lét loksins skanna og prenta nokkrar myndir.

Bestu kveðjur-

Oddur Ó

4 Ummæli:

Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Til lukku með að vera komin með húsnæði á Akureyri, spennandi að heimsækja ykkur á Hlíðargötuna. Stórfenglegar myndir, þekkti þjóðgarðamyndirnar síðan við fórum á þessar slóðir.

9:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gratulera með húsnæðið en hélt samt alltaf að það yrði Bjarkastígurinn eða Helgamagarastrætið..betra að vita síðan af ykkur á hinu ísakalda skeri..
kv,göbbinn

9:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Blessaður. Ég sé að þú ert alveg kolbrjálaður inni á Eyjunni. Odd Ólafsson á Alþingi!
el sigfuso

2:24 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Blessaður bróðir!
Já það er gaman að atast aðeins í fólki.....
Frétti að þú værir staddur í einhverju landi sem ég kann ekki einu sinni að nefna. Hélt kannski að þú værir hér heima að sleikja frímerki og slengja utan á uppsagnabréf.....

Héðinn - Göbbinn á þing!

4:13 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim