11.4.08

McCain og Rice?

Það er mikið verið að spá í það þessa dagana hvort að Condoleezza Rice verði varaforsetaefni repúblikana. Ég held að hún yrði mjög sterk og myndi hala inn mörgum atkvæðum fyrir þá.
Ég heyrði sagt frá könnun í gær þar sem í ljós kom að McCain/Rice myndi sigra Obama/Clinton eða Clinton/Obama.
Það er sennilega verið að ganga á eftir henni með þetta þessa dagana, ég veit ekki hvað hún hefur mikið frumkvæði af því að skoða þetta sjálf. Ég gæti vel trúað því að Bush sé aðalmaðurinn á bak við þessa hugmynd.
Hún er svona týpa sem er beðin að taka að sér verkefni og hefur ekki sóst eftir mörgum stöðum. Henni mistókst reyndar að verða það sem hún ætlaði sér í lífinu, hún vildi verða konsertpíanisti.
Ég held að repúblikanarnir sjái það að þeir geti hreinlega ekki stillt upp 2 hvítum körlum í þetta skiptið. Á móti koma raddir sem segja að hún höfði ekki sérstaklega til hópa sem McCain þarf að gæta sín á að missa ekki frá flokknum, þannig að það gæti farið svo að hann velji sér einhvern sem höfðar til þeirra sem eru mjög trúaðir, eða þá einhvern sem höfðar til "ekta" íhaldsmanna (fiscal conservatives).

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim