Stop-Loss
Ég sá Stop-Loss í gærkvöldi. Nafið vísar til þess þess þegar hermennirnir eru sendir aftur í stríðið, fá ekki að hætta þrátt fyrir að hafa unnið út samningstímann. Þeir eru margir verulega fúlir yfir þessu sem stundum er kallað "backdoor draft".
Ég var búinn að sjá trailerana og vissi ekki almennilega á hverju ég átti von. Það er þungur undirtónn í myndinni, og einhvernvegin gæti maður haldið að hún væri meira léttmeti þegar horft er á kynningarmyndböndin á netinu. Kannski þetta hafi verið gert vegna þess að menn eru hræddir um að fólk sé ekki til í að takast á við svona sterka ádeilu í miðju stríði. Ég held að það sé málið, myndin hefur hlotið misjafna dóma og ásóknin hefur verið dræm. En ég vel trúað að hún ætti eftir að gera það gott í Evrópu.
Þetta er önnur mynd leikstjórans Kimberly Peirce, sem var í University of Chicago á svipuðu róli og Meredith. Hún skrifaði handritið ásamt bróður sínum, en hann er einmitt hermaður. Hann leggur til mikið af því sem hermennirnir gera og hvernig þeir tala og það virkaði allt saman mjög raunverulegt á mig. Þetta er fyrsta myndin sem hún gerir í 10 ár, hún tók sér greinilega gott hlé eftir Boys Don´t Cry, sem sló svo eftirminnilega í gegn.
Ryan Phillippe stendur sig vel í aðalhlutverkinu og myndin verkaði sterkt á mig þótt hún væri svolítið yfirgengileg á köflum.
Ég set hana hiklaust á stall með The Deer Hunter, en það eru sennilega deildar meiningar um það!
2 Ummæli:
Fannst Boys don't cry frábær og byggð á sannsögulegum atburðum en ég sá einnig heimildamynd þar sem rætt var við strákinn sem drap hana, og allar hinar persónurnar sem koma fyrir í myndinni. Leikstjórinn virðist lunkinn í því að finna áhugaverð og dramatísk augnablik í samtímanum til að gera sér mat úr. Verst að þið skylduð missa af fermingu Auðar. Sigfús og fjölskylda voru ykkar fulltrúar.
Ég sá myndirnar úr fermingunni og það var vel að þessu staðið hjá ykkur eins og við var að búast.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim