26.2.08

Fiskinn minn

Það er hægt að kaupa ferskan íslenskan fisk í Wegmans og við kaupum hann c.a. tvisvar í mánuði.
Ég eldaði fisk um daginn og strákarnir voru svona líka hrifnir. Ólafur hoppaði um af kæti og hann var búinn að klára fiskinn af diskinum áður en ég hafði tök á því að flysja handa honum kartöflur. Finnur borðaði síðan sinn fisk stappaðan með tómatsósu af bestu lyst.
Það kom síðan alveg ægilegur svipur á Ólaf Stefán þegar í ljós kom að fiskurinn var búinn, en af einhverjum ástæðum voru flökin óvenju lítil í þetta skiptið. Hann endaði á því að borða meirihlutann af skammti mömmu sinnar og dró síðan Finn í land með skammtinn sinn. Síðan tók hann af okku loforð um að hafa oftar fisk.
Verra gæti það nú verið.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim