Fiskinn minn
Það er hægt að kaupa ferskan íslenskan fisk í Wegmans og við kaupum hann c.a. tvisvar í mánuði.
Ég eldaði fisk um daginn og strákarnir voru svona líka hrifnir. Ólafur hoppaði um af kæti og hann var búinn að klára fiskinn af diskinum áður en ég hafði tök á því að flysja handa honum kartöflur. Finnur borðaði síðan sinn fisk stappaðan með tómatsósu af bestu lyst.
Það kom síðan alveg ægilegur svipur á Ólaf Stefán þegar í ljós kom að fiskurinn var búinn, en af einhverjum ástæðum voru flökin óvenju lítil í þetta skiptið. Hann endaði á því að borða meirihlutann af skammti mömmu sinnar og dró síðan Finn í land með skammtinn sinn. Síðan tók hann af okku loforð um að hafa oftar fisk.
Verra gæti það nú verið.....
Ég eldaði fisk um daginn og strákarnir voru svona líka hrifnir. Ólafur hoppaði um af kæti og hann var búinn að klára fiskinn af diskinum áður en ég hafði tök á því að flysja handa honum kartöflur. Finnur borðaði síðan sinn fisk stappaðan með tómatsósu af bestu lyst.
Það kom síðan alveg ægilegur svipur á Ólaf Stefán þegar í ljós kom að fiskurinn var búinn, en af einhverjum ástæðum voru flökin óvenju lítil í þetta skiptið. Hann endaði á því að borða meirihlutann af skammti mömmu sinnar og dró síðan Finn í land með skammtinn sinn. Síðan tók hann af okku loforð um að hafa oftar fisk.
Verra gæti það nú verið.....
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim