24.2.08

Óskarinn


Var að horfa á Óskarinn.
Glen Hansard og Markéta Irglová unnu fyrir frumsamda lagið sitt úr myndinni Once.
Frábært! Disney myndin Enchanted átti þrjár tilnefningar í sama flokki, og mér fannst þau öll vera nokkurnveginn sama lagið. Þau fluttu lagið sitt og það var skemmtilegt að sjá hann á sviðinu með gatslitna gítarinn sinn.

Önnur verðlaun sem mér þótti vel verðskulduð voru fyrir besta karlleikarann í aukahlutverki.
Spænski leikarinn Javier Bardem hlaut þau fyrir frábæran leik sinn á illmenninu úr myndinni No Country For Old Men. Ég fór að sjá hana fyrir það eitt að hún skyldi hafa verið framleidd af þeim Coen bræðrum. Mæli með henni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim