11.5.08

Peningapotturinn

Ég var að hlusta á frábæran útvarpsþátt sem kom frá This American Life.
Hann nefndist The Giant Pool of Money og útskýrir á mannamáli hvernig þessi lánakrísa öll varð til. Það er hægt að verja klukkutíma á miklu verri hátt en að setja sig inn í það hversvegna allt er á heljarþröm fjármálakerfum heimsins.

Þeir spila náttúrulega Sigur Rós undir og í lokin nefna þeir Ísland fyrst þegar þeir fara að tala um það hver áhrifin hafa verið út um heim, nema hvað!

Það á að vera hægt að hlusta á þáttinn ókeypis í viku.

http://www.thisamericanlife.org/Radio_Episode.aspx?episode=355

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim