29.12.07

Forvalið í Iowa

Nú styttist í forvalið í Iowa hjá tilvonandi forsetaframbjóðendum. Þetta verður æsispennandi og ég vona að Obama hafi það hjá demókrötum.
Aðferðin við valið er merkileg. Í flestum fylkjum fer fram svokallað primaries sem er eins og venjulegar kosningar. Niðurstöður úr því eru bindandi.Í Iowa nefnist forvalið caucus og fer öðruvísi fram. Þar eru valdir fulltrúar sem fara á svæðisþing sem síðan velja fulltrúa sem fara á fylkisþing sem síðan ákveður frambjóðandann.
Hjá republikönum í Iowa hittist fólk og fær auða atkvæðaseðla í hendur og ritar síðan eitt nafn á sinn seðil.

Þetta er miklu skemmtilegra hjá demókrötum.
Fólk hittist í skóla eða kirkju þar sem forvalið fer fram stundum ekki nema 100 til 150 manns. Fólk fær hálftíma til að rotta sig saman í hópa, einn fyrir hvern frambjóðenda. Það er leyfilegt að ganga á milli og spurja spurninga í hinum hópunum og hóparnir geta sent fólk til að reyna að veiða atkvæði! Síðan er einn hópur þar sem óákveðnir halda sig. Þegar hálftími er liðinn er ákveðið hvaða frambjóðendur eru "viable", en þeir hópar sem ekki ná 15 - 25 prósenta fylgi eru leystir upp. Næsti hálftími fer síðan í það að þessir óákveðnu og hóparnir sem voru skornir niður í fyrstu umferð velja sér nýjan hóp. Þannig að það skiptir máli hjá demókrötum hvern menn vilja kjósa ef þeirra frambjóðandi nær ekki lágmarksfylgi.

25.12.07

Gleðileg jól


Þetta eru búin að vera fín jól hjá okkur.
Grandma og grandpa Michael voru hjá okkur og drengirnir nutu jólanna svo sannarlega. Best að láta fylgja með jólakveðju frá engrish.com
Þessi síða gerir lífið skemmtilegra, en þar er að finna óborganleg dæmi um hvernig allskonar misskilningur getur orðið til þegar fólk sem ekki hefur ensku að móðurmáli skellir sér í að hanna boli, skilti og merki á þessu alheimstungumáli.

20.12.07

Fleiri myndir



Það er endalaus ísing þarna nálægt fossunum og skapar allskonar fín myndefni.

Niagara fossarnir



Það var gaman að sjá fossana að vetri til. Virkilega tilkomumikið.

15.12.07

Stekkjastaur og Tannálfurinn

Ólafur missti tönn um daginn og setti tönnina undir koddann í von um að tannálfurinn kæmi við og skildi eftir pening í staðinn fyrir tönnina.
Það vildi hinsvegar þannig til að Stúfur var líka á ferðinni þessa nóttina, enda fyrstur íslensku jólasveinanna.

Við pældum svolítið í því hvað myndi gerast og vonuðumst til þess að það kæmi ekki til illinda ef þeir myndu hittast, Stúfur og tannálfurinn. En þetta gekk allt upp og báðir aðilar skiluðu sínu.

Heimsóknir

Hér hafa verið góðir gestir.
Hjördís og Bergur Páll vinur minn frá Akureyri voru hér og það var frábært. Þau voru lengi að reyna að komast heim, voru strönduð í rúman sólarhring á JFK vegna veðurs að því er talið er, en ekki hlekkjuð á höndum og fótum eins og komið hefur fyrir suma.

Þau versluðu heilmikið og síðan fórum við til Skaneateles og Niagara Falls. Hápunkturinn var þegar við fórum í spilavítið í Niagara Falls og unnum 200 dollara eftir að hafa lagt út 45!

Þó stoppuðu í New York eina nótt á leiðinni heim, og síðan bættist við "bónusnótt" á JFK.
Ég held að Bergur hafi bara kunnað betur við sig í rólegheitunum hér í Rochester en í hamaganginum í stórborginni.

Síðan voru tengdapabbi, Kate og Maria að koma og ætla að vera hjá okkur í 1-2 daga. Þau þora ekki að taka mikinn séns með veðrið, verða að vera komin aftur til New Hampshire á mánudaginn og það spáir snjókomu á sunnudag þannig að þau drífa sig kannski strax í dag eftir aðeins eina nótt.

4.12.07

Spennandi forval

Nú er framundan spennandi mánuður hér í stjórnmálunum.
Obama er kominn fram úr Clinton í könnunum í Iowa. Hillary er dálítið farin að fara á taugum enda var hún farin að tala eins og það væri nánast öruggt að hún yrði fyrir valinu.

Karl Rove blandaði sér í slaginn. Hann skrifaði dálk í Financial Times með ráðleggingum til Obama um hvernig hann gæti unnið Hillary.

3.12.07

Finnur, Snæfinnur og Ólafur Stefán

Ísland á NPR

Það var verið að fjalla um íslenska jarðvarmann og orkunýtinguna á NPR áðan.
Fréttamaðurinn Richard Harris setti pistilinn saman og hann var mjög góður, ég rakst ekki á neinar stórar grófar villur eða ýkjur eins og svo oft vill verða.
Staðfesting á því hvað NPR er góð fréttastofa.

Hann ræddi við menn upp í Kröflu og einn hjá Geysir Green Energy.
Hann sleppti því samt alveg að fara út í REI málið og ekki ræddi hann við Össur......

2.12.07

Vetur

Hér er kominn vetur. Það er vel kalt og það kyngir niður snjónum.
Dreif strákana tvisvar út í gær, gaman að fá þá inn rjóða í kinnum.