Forvalið í Iowa
Nú styttist í forvalið í Iowa hjá tilvonandi forsetaframbjóðendum. Þetta verður æsispennandi og ég vona að Obama hafi það hjá demókrötum.
Aðferðin við valið er merkileg. Í flestum fylkjum fer fram svokallað primaries sem er eins og venjulegar kosningar. Niðurstöður úr því eru bindandi.Í Iowa nefnist forvalið caucus og fer öðruvísi fram. Þar eru valdir fulltrúar sem fara á svæðisþing sem síðan velja fulltrúa sem fara á fylkisþing sem síðan ákveður frambjóðandann.
Hjá republikönum í Iowa hittist fólk og fær auða atkvæðaseðla í hendur og ritar síðan eitt nafn á sinn seðil.
Þetta er miklu skemmtilegra hjá demókrötum.
Fólk hittist í skóla eða kirkju þar sem forvalið fer fram stundum ekki nema 100 til 150 manns. Fólk fær hálftíma til að rotta sig saman í hópa, einn fyrir hvern frambjóðenda. Það er leyfilegt að ganga á milli og spurja spurninga í hinum hópunum og hóparnir geta sent fólk til að reyna að veiða atkvæði! Síðan er einn hópur þar sem óákveðnir halda sig. Þegar hálftími er liðinn er ákveðið hvaða frambjóðendur eru "viable", en þeir hópar sem ekki ná 15 - 25 prósenta fylgi eru leystir upp. Næsti hálftími fer síðan í það að þessir óákveðnu og hóparnir sem voru skornir niður í fyrstu umferð velja sér nýjan hóp. Þannig að það skiptir máli hjá demókrötum hvern menn vilja kjósa ef þeirra frambjóðandi nær ekki lágmarksfylgi.
Aðferðin við valið er merkileg. Í flestum fylkjum fer fram svokallað primaries sem er eins og venjulegar kosningar. Niðurstöður úr því eru bindandi.Í Iowa nefnist forvalið caucus og fer öðruvísi fram. Þar eru valdir fulltrúar sem fara á svæðisþing sem síðan velja fulltrúa sem fara á fylkisþing sem síðan ákveður frambjóðandann.
Hjá republikönum í Iowa hittist fólk og fær auða atkvæðaseðla í hendur og ritar síðan eitt nafn á sinn seðil.
Þetta er miklu skemmtilegra hjá demókrötum.
Fólk hittist í skóla eða kirkju þar sem forvalið fer fram stundum ekki nema 100 til 150 manns. Fólk fær hálftíma til að rotta sig saman í hópa, einn fyrir hvern frambjóðenda. Það er leyfilegt að ganga á milli og spurja spurninga í hinum hópunum og hóparnir geta sent fólk til að reyna að veiða atkvæði! Síðan er einn hópur þar sem óákveðnir halda sig. Þegar hálftími er liðinn er ákveðið hvaða frambjóðendur eru "viable", en þeir hópar sem ekki ná 15 - 25 prósenta fylgi eru leystir upp. Næsti hálftími fer síðan í það að þessir óákveðnu og hóparnir sem voru skornir niður í fyrstu umferð velja sér nýjan hóp. Þannig að það skiptir máli hjá demókrötum hvern menn vilja kjósa ef þeirra frambjóðandi nær ekki lágmarksfylgi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim