28.11.07

Ekki benda á mig!

Nú keppast menn sem eru nýhættir í Hvíta Húsinu um að sverja af sér alla illa gjörninga.

Karl Rove er hættur. Hann er almennt talinn veira heilinn á bak við það að koma Bush þangað og eins marga þingkosningasigra repúblikana.

En nú rauk hann í fjölmiðla og greinir frá því að Hvíta Húsið hafi verið á móti því að frumvarpið sem heimilaði innrásina í Írak væri lagt fram rétt fyrir þingkosningar 2002. Þeim fannst að þá yrði atkvæðagreiðslan um frumvarpið "of pólitísk"!

Hér er öllu snúið á hvolf. Stríðið er sem sagt ekki Hvíta Húsinu að kenna.
Ótrúlegt.


Ætli Bush eigi eftir að kenna Cheney um stríðið þegar hann hættir? Kannski var Bush alltaf á móti stríðinu í raun og veru......

Bill Clinton var líka í fjölmiðlum að sverja af sér stuðning við stríðið, hann segist bara sem fyrrverandi forseti ekki hafa getað verið á móti því opinberlega....
Það eltir Hillary eins og skugginn að hún skuli hafa greitt atkvæði með því að heimila stríðið, og þau eru mikið að reyna að losa hana úr þeirri klemmunni.

Það eru fáir orðnir eftir sem vilja bera ábyrgð á þessu stríði.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim