9.11.07

Bakarameistari



Finnur hefur gaman af því að skella í deig og baka. Við gerum þetta stundum saman feðgar. Oftast látum við brauðvélina bara um baksturinn, það er einfaldara og heppnast oftast ágætlega. Finnur bakarameistari stjórnar í öllu, og hefur eftirlit með bakstrinum en pabbi bakardrengur sér um að klúðra uppskriftinni, alveg eins og gerðist í Dýrunum í Hálsaskógi forðum. Brauðið verður t.d. ekki neitt sérstaklega gott ef saltið gleymist.....

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá þessar flottu myndir af bakarameistaranum. Við systurnar erum í kubbaleik. Úti er þokkalegt veður, nokkurra gráða hiti. Afi kom í heimsókn af því að hann fékk lánaðan bílinn hjá Sigfúsi. Pabbi kemur heim af vaktinni bráðum.

Hlíf, Líf og Ísold Har.

11:25 f.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Gaman að heyra frá ykkur kæru frænkur.

3:41 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim