Bakarameistari
Finnur hefur gaman af því að skella í deig og baka. Við gerum þetta stundum saman feðgar. Oftast látum við brauðvélina bara um baksturinn, það er einfaldara og heppnast oftast ágætlega. Finnur bakarameistari stjórnar í öllu, og hefur eftirlit með bakstrinum en pabbi bakardrengur sér um að klúðra uppskriftinni, alveg eins og gerðist í Dýrunum í Hálsaskógi forðum. Brauðið verður t.d. ekki neitt sérstaklega gott ef saltið gleymist.....
2 Ummæli:
Gaman að sjá þessar flottu myndir af bakarameistaranum. Við systurnar erum í kubbaleik. Úti er þokkalegt veður, nokkurra gráða hiti. Afi kom í heimsókn af því að hann fékk lánaðan bílinn hjá Sigfúsi. Pabbi kemur heim af vaktinni bráðum.
Hlíf, Líf og Ísold Har.
Gaman að heyra frá ykkur kæru frænkur.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim