21.10.07

Dalai Lama

Eins og þið kannski vitið var Dalai Lama á ferð í Washington.

Skv David Letterman bankaði hann upp á í hvíta húsinu og Bush kom til dyra. Bush sagði undir eins - bíddu aðeins, ég hleyp og næ í nammi.....

Kínverjar eru ekki par ánægðir með það að hann skuli fá svona góðar viðtökur í Washington og í NY Times var teiknimynd þar sem karlarnir sem stjórna Kína sátu við borð og voru að ræða hver viðbrögð þeirra ættu að vera við þessu. Þá sagði einn. Bíðið þið bara þangað til þeir komast að því hvað við settum í tannkremið þeirra núna....
(Það fannst kínverskt tannkrem með eiturefnum í hér fyrir ekki svo löngu síðan)

Þannig er það nú hjá því.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim