15.10.07

SJS og SMS

Steingrímur frændi var hér í heimsókn yfir helgina. Ég frétti af honum á þingi sameinuðu þjóðanna í NYC þannig að ég hringdi í hann og bauð honum í heimsókn. Það var náttúrulega mjög gaman og mikið skrafað og rætt. Hann fór út að hlaupa í gær meðfram skipaskurðinum, niður að ánni og alveg niður í miðbæ og aftur hingað heim. Kraftur í karlinum eins og alltaf. Og svo hringdi síminn hans meðan hann var úti að hlaupa og mér datt í hug hvort ég ætti ekki að svara fyrir hann og hleypa öllu upp í stjórnmálunum heima.

Auðveldast hefði náttúrulega verið að senda bara nokkur SMS úr símanum hans:

"Til í allt án Sollu - Íþróttaálfurinn" (til Össurar)
"Villi spillti var bara sá fyrsti. Þú sprengir Geir út úr stjórnarráðinu. Talk to me." (sent til ISG)
"Þér er ekki stætt á að vinna með Sólrúnu fyrst Dagur tók borgina. Hringdu í mig" (til forsætisráðherra)
"Þinn tími er kominn. Til í allt án Geirs - SJS" (til Þorgerðar Katrínar)
"Er ekki tími til kominn að sprengja?" - SJS" (til allra þingmanna samfó)
"Þorirðu núna að verða bæjarstjóri?" (til leiðtoga S á Akureyri)
"Þú nennir þessu ekki hvort eð er. Þú ferð í bankann." (til forsætisráðherra)
"Erum á leið til London, viltu far? Glitnir" (sent til forseta lýðveldisins)
"Hættu nú að gráta greyið" (sent til Gísla Marteins)
"Tíminn líður, þotan bíður, hvert skal halda? Kaupthing." (til forseta lýðveldisins)

3 Ummæli:

Blogger Ásgrímur Angantýsson sagði...

Líst sérstaklega vel á skilaboð 2-4... Þú hefðir átt að láta vaða!

3:19 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, djö... hefði verið fyndið að senda nokkur svona, allavega fyndið í smá tíma hehe ;o) Kíki hérna inn annað slagið - kv. frá Svíþjóð Gréta Bergrún

9:52 f.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Gaman að heyra frá þér Gréta mín.

12:17 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim