SJS og SMS
Steingrímur frændi var hér í heimsókn yfir helgina. Ég frétti af honum á þingi sameinuðu þjóðanna í NYC þannig að ég hringdi í hann og bauð honum í heimsókn. Það var náttúrulega mjög gaman og mikið skrafað og rætt. Hann fór út að hlaupa í gær meðfram skipaskurðinum, niður að ánni og alveg niður í miðbæ og aftur hingað heim. Kraftur í karlinum eins og alltaf. Og svo hringdi síminn hans meðan hann var úti að hlaupa og mér datt í hug hvort ég ætti ekki að svara fyrir hann og hleypa öllu upp í stjórnmálunum heima.
Auðveldast hefði náttúrulega verið að senda bara nokkur SMS úr símanum hans:
"Til í allt án Sollu - Íþróttaálfurinn" (til Össurar)
"Villi spillti var bara sá fyrsti. Þú sprengir Geir út úr stjórnarráðinu. Talk to me." (sent til ISG)
"Þér er ekki stætt á að vinna með Sólrúnu fyrst Dagur tók borgina. Hringdu í mig" (til forsætisráðherra)
"Þinn tími er kominn. Til í allt án Geirs - SJS" (til Þorgerðar Katrínar)
"Er ekki tími til kominn að sprengja?" - SJS" (til allra þingmanna samfó)
"Þorirðu núna að verða bæjarstjóri?" (til leiðtoga S á Akureyri)
"Þú nennir þessu ekki hvort eð er. Þú ferð í bankann." (til forsætisráðherra)
"Erum á leið til London, viltu far? Glitnir" (sent til forseta lýðveldisins)
"Hættu nú að gráta greyið" (sent til Gísla Marteins)
"Tíminn líður, þotan bíður, hvert skal halda? Kaupthing." (til forseta lýðveldisins)
Auðveldast hefði náttúrulega verið að senda bara nokkur SMS úr símanum hans:
"Til í allt án Sollu - Íþróttaálfurinn" (til Össurar)
"Villi spillti var bara sá fyrsti. Þú sprengir Geir út úr stjórnarráðinu. Talk to me." (sent til ISG)
"Þér er ekki stætt á að vinna með Sólrúnu fyrst Dagur tók borgina. Hringdu í mig" (til forsætisráðherra)
"Þinn tími er kominn. Til í allt án Geirs - SJS" (til Þorgerðar Katrínar)
"Er ekki tími til kominn að sprengja?" - SJS" (til allra þingmanna samfó)
"Þorirðu núna að verða bæjarstjóri?" (til leiðtoga S á Akureyri)
"Þú nennir þessu ekki hvort eð er. Þú ferð í bankann." (til forsætisráðherra)
"Erum á leið til London, viltu far? Glitnir" (sent til forseta lýðveldisins)
"Hættu nú að gráta greyið" (sent til Gísla Marteins)
"Tíminn líður, þotan bíður, hvert skal halda? Kaupthing." (til forseta lýðveldisins)
3 Ummæli:
Líst sérstaklega vel á skilaboð 2-4... Þú hefðir átt að láta vaða!
Já, djö... hefði verið fyndið að senda nokkur svona, allavega fyndið í smá tíma hehe ;o) Kíki hérna inn annað slagið - kv. frá Svíþjóð Gréta Bergrún
Gaman að heyra frá þér Gréta mín.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim