Ég lærði það í leikskólanum
Hann segist hafa lært flest það sem hann þarf að vita til að lifa góðu lífi á leikskólanum en ekki á öðrum æðri menntastofnunum.
Þetta eru nokkrar þeirra reglna sem hafa reynst honum vel:
- Mundu að skiptast á með dótið
- Taktu til eftir sjálfan þig
- Ekki taka það sem þú ekki átt
- Biðstu fyrirgefningar ef þú meiðir einhvern eða særir
- Þvoðu hendur áður en þú borðar
- Sturtaðu niður þegar þú ert búinn á klósettinu
- Reyndu að hafa jafnvægi í lífinu. Lærðu, hugsaðu, teiknaðu og málaðu og syngdu og dansaðu dálítið á hverjum degi.
- Gangtu frá hlutunum þegar þú ert búinn að nota þá
- Passaðu þig á bílunum
- Mundu að halda hópinn þegar út í hinn stóra heim er komið
- Reyndu að leggja þig eftir hádegið