28.9.06

Ég lærði það í leikskólanum

Það rignir yfir okkur pappírsflóði frá leikskólanum og skógunum virðist hvergi hlíft. Mest af því er óþarfi en þó leynast gullkorn inn á milli eins og t.d. eftirfarandi speki eftir Robert Fulghum.
Hann segist hafa lært flest það sem hann þarf að vita til að lifa góðu lífi á leikskólanum en ekki á öðrum æðri menntastofnunum.
Þetta eru nokkrar þeirra reglna sem hafa reynst honum vel:

  • Mundu að skiptast á með dótið
  • Taktu til eftir sjálfan þig
  • Ekki taka það sem þú ekki átt
  • Biðstu fyrirgefningar ef þú meiðir einhvern eða særir
  • Þvoðu hendur áður en þú borðar
  • Sturtaðu niður þegar þú ert búinn á klósettinu
  • Reyndu að hafa jafnvægi í lífinu. Lærðu, hugsaðu, teiknaðu og málaðu og syngdu og dansaðu dálítið á hverjum degi.
  • Gangtu frá hlutunum þegar þú ert búinn að nota þá
  • Passaðu þig á bílunum
  • Mundu að halda hópinn þegar út í hinn stóra heim er komið
  • Reyndu að leggja þig eftir hádegið


3 Ummæli:

Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Þetta eru dásamlega góð heilræði og heimurinn væri betri ef allir hefðu þetta í huga (og heimilið mitt þrifalegra!).

9:43 f.h.  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Hæ Oddur,
Mig langar að áframsenda póst á ykkur. Gætirðu gefið mér upp netfangið þitt?

9:46 f.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Netfangið mitt er odduro@hotmail.com. Verðið þið eitthvað á leiðinni um helgina?
Bestu kveðjur.

7:06 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim