Það er gaman í sundi
Við fórum til West Virginia til að fagna brúðkaupi Nancy æskuvinkonu Meredith í lok ágúst. Það var haldin mikil veisla þar sem að m.a. var spilað á hljóðfæri sem ég hafði aldrei heyrt í áður. Þetta voru stáltrommur sem hljómuðu eins og orgel og er notkun þeirra algeng í tónlist karabíska hafsins. Það var hægt að skella sér í sund á eftir og drengirnir kunnu því vel. Maður fann það greinilega hvað maður var kominn sunnarlega þegar að bein útsending frá Nascar kappakstri hljómaði í gegn um hátalarana.
En nú að öðrum ljúfum tónum. Brett Dennen er tónlistarmaður sem ég hafð aldrei heyrt um fyrr en í gær. Ég varð svo hrifinn af þessu lagi að ég skellti mér beint á itunes og keypti smellinn. Lagið heitir Ain´t No Reason. Mér finnst þetta hljóma svolítið eins og Damien Rice, hvað finnst ykkur?
profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendID=16338693
Lifið heil en ekki í pörtum.
3 Ummæli:
Til hamingju með nýja og skemmtilega bloggsíðu! Verð dugleg að kíkja hingað inn. Það litla sem ég heyrði með þessum söngvara minnti mig nú frekar á eitthvað Bandaríska þjóðlagatónlist, kannski eitthvað eins og Bob Dylan in early years!?! Bið kærlega að heilsa öllum, spes knús til Ólafs og Finns :-)
já og vildi bara bæta við að það er mjög gaman að skoða myndirnar
:-) endilega að halda því áfram
Gaman að heyra frá þér Jóna.
Mér datt einmitt Bob Dylan líka í hug! Hann er í miklu uppáhaldi hjá Jill. Hún komst því miður ekki á tónleikana hans í hér í Rochester í lok ágúst.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim