14.9.10

4.4.10

The Volcano

Here is a pic I took from the volcano.

9.6.08

Þetta er orðið ágætt


Jæja, nú held ég að þetta sé orðið ágætt. Við förum héðan í lok mánaðarins og verðum ýmist hjá tengdó og á ferðalagi í norðvestur Bandaríkjunum og Kanada í júlí. Komum til Akureyrar eftir verslunarmannahelgi. Það lítur meira að segja út fyrir að við höfum verið að redda okkur húsnæði rétt áðan: tökum á leigu einbýlishús í Hlíðargötu, nákvæmlega sjö húsalengdir frá Agli og Einari vinum okkar og álíka langt frá mömmu og pabba.

Við verðum héðan í frá með myndir og fréttir annað slagið á hinni bloggsíðunni minni, sem er á ensku handa ættingjum og vinum hér.

Ég læt hér fylgja með tengil á albúm úr ferð okkar Meredith um Vesturströnd Bandaríkjanna fyrir 10 árum síðan. Þetta eru slides myndir teknar á gömlu Rolleiflex vélina og ég lét loksins skanna og prenta nokkrar myndir.

Bestu kveðjur-

Oddur Ó

24.5.08

Fyrsta altarisgangan


Stór dagur hjá Ólafi nú í vor þegar hann fór í fyrstu altarisgönguna.
Hann þurfti náttúrulega að gera ýmis verkefni í aðdragandanum og á einum stað var talað um að Guð hafi gefið okkur sérstakan hátíðardag í hverri viku.

Ólafur svaraði því náttúrulega til að það hlyti að vera þriðjudagur, (en þann dag vikunnar fer hann einmitt á fimleikaæfingu :)

19.5.08

7 ára í dag!



Hann er orðinn 7 ára drengurinn.
Við vorum með afmælisveislu í gær. Hann vildi hafa litla veislu, bauð nokkrum vel völdum vinum og vinkonum í keilu.

14.5.08

Smjörið


Þessi ungi maður bað um brauð með smjöri - íslensku smjöri!

Mikið held ég að langafi hans heitinn, Sigfús bóndi á Gunnarsstöðum, hefði verið ánægður með hann.

Raunveruleikasjónvarp og svefnleysi

Leyndarmáliði hefur verið afhjúpað.
Raunveruleikaþættir gera í því að leyfa þátttakendum ekki að fá nægilegan svefn.
Fólk er svefnvana, úrillt og pirrað og með allt á hornum sér. Hreytir úr sér ónotum í allar áttir.
Þá verður til miklu áhugaverðara sjónvarpsefni.

Ég sem hélt að það væru bara svona ákveðnar týpur sem veldust í þetta.......

11.5.08

Peningapotturinn

Ég var að hlusta á frábæran útvarpsþátt sem kom frá This American Life.
Hann nefndist The Giant Pool of Money og útskýrir á mannamáli hvernig þessi lánakrísa öll varð til. Það er hægt að verja klukkutíma á miklu verri hátt en að setja sig inn í það hversvegna allt er á heljarþröm fjármálakerfum heimsins.

Þeir spila náttúrulega Sigur Rós undir og í lokin nefna þeir Ísland fyrst þegar þeir fara að tala um það hver áhrifin hafa verið út um heim, nema hvað!

Það á að vera hægt að hlusta á þáttinn ókeypis í viku.

http://www.thisamericanlife.org/Radio_Episode.aspx?episode=355