9.6.08

Þetta er orðið ágætt


Jæja, nú held ég að þetta sé orðið ágætt. Við förum héðan í lok mánaðarins og verðum ýmist hjá tengdó og á ferðalagi í norðvestur Bandaríkjunum og Kanada í júlí. Komum til Akureyrar eftir verslunarmannahelgi. Það lítur meira að segja út fyrir að við höfum verið að redda okkur húsnæði rétt áðan: tökum á leigu einbýlishús í Hlíðargötu, nákvæmlega sjö húsalengdir frá Agli og Einari vinum okkar og álíka langt frá mömmu og pabba.

Við verðum héðan í frá með myndir og fréttir annað slagið á hinni bloggsíðunni minni, sem er á ensku handa ættingjum og vinum hér.

Ég læt hér fylgja með tengil á albúm úr ferð okkar Meredith um Vesturströnd Bandaríkjanna fyrir 10 árum síðan. Þetta eru slides myndir teknar á gömlu Rolleiflex vélina og ég lét loksins skanna og prenta nokkrar myndir.

Bestu kveðjur-

Oddur Ó