24.5.08

Fyrsta altarisgangan


Stór dagur hjá Ólafi nú í vor þegar hann fór í fyrstu altarisgönguna.
Hann þurfti náttúrulega að gera ýmis verkefni í aðdragandanum og á einum stað var talað um að Guð hafi gefið okkur sérstakan hátíðardag í hverri viku.

Ólafur svaraði því náttúrulega til að það hlyti að vera þriðjudagur, (en þann dag vikunnar fer hann einmitt á fimleikaæfingu :)

19.5.08

7 ára í dag!



Hann er orðinn 7 ára drengurinn.
Við vorum með afmælisveislu í gær. Hann vildi hafa litla veislu, bauð nokkrum vel völdum vinum og vinkonum í keilu.

14.5.08

Smjörið


Þessi ungi maður bað um brauð með smjöri - íslensku smjöri!

Mikið held ég að langafi hans heitinn, Sigfús bóndi á Gunnarsstöðum, hefði verið ánægður með hann.

Raunveruleikasjónvarp og svefnleysi

Leyndarmáliði hefur verið afhjúpað.
Raunveruleikaþættir gera í því að leyfa þátttakendum ekki að fá nægilegan svefn.
Fólk er svefnvana, úrillt og pirrað og með allt á hornum sér. Hreytir úr sér ónotum í allar áttir.
Þá verður til miklu áhugaverðara sjónvarpsefni.

Ég sem hélt að það væru bara svona ákveðnar týpur sem veldust í þetta.......

11.5.08

Peningapotturinn

Ég var að hlusta á frábæran útvarpsþátt sem kom frá This American Life.
Hann nefndist The Giant Pool of Money og útskýrir á mannamáli hvernig þessi lánakrísa öll varð til. Það er hægt að verja klukkutíma á miklu verri hátt en að setja sig inn í það hversvegna allt er á heljarþröm fjármálakerfum heimsins.

Þeir spila náttúrulega Sigur Rós undir og í lokin nefna þeir Ísland fyrst þegar þeir fara að tala um það hver áhrifin hafa verið út um heim, nema hvað!

Það á að vera hægt að hlusta á þáttinn ókeypis í viku.

http://www.thisamericanlife.org/Radio_Episode.aspx?episode=355

10.5.08

Gestir

Í dag verður fyrsta altarisgangan hjá Ólafi Stefáni.
Fjölskyldan hennar Meredith er öll komin hingað af því tilefni.
Það var gaman hjá okkur í gærkvöldi. Kate kom með ljúfengt lasagne með sér og við gæddum okkur á því. Tengdamamma var síðan búin að plotta surprize afmælisveislu. Tengdapabbi er sextugur í dag, og Jeff bróðir Meredith átti afmæli fyrir 3 dögum.

Við náðum tengdapabba út úr húsinu eftir kvöldmatinn og fórum að undirbúa afmælisveislu á fullu, þegar hann síðan kom aftur sungu allir "Hann á afmæli í dag" en þegar kom að línunni "Hann á afmæli hann..." snéru sér allir að Jeff og sungu "Hann á afmæli hann Jeff". Jeff tók sem sagt þátt í að undirbúa eigin surprize afmælisveislu!

Tengdamamma var síðan búin að láta búa til köku með ljósmynd af Jeff frá því hann var lítill.

Jeff er kominn með nýja vinkonu og við vorum flest að hitta hana í fyrsta skipti í gær, hún heitir Amanda og er mjög viðkunnanleg. Ég man þegar tengdamamma sagði okkur frá henni emjaði hún af hlátri yfir því hvað hún er lík henni Kate.......
En þið tjáið ykkur ekkert um það!