Michael Moore fór til Kúbu
Nú er viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna að eltast við Michael Moore vegna þess að hann fór til Kúbu við gerð Sicko. Braut þannig gegn viðskiptabanninu sem verið hefur í gildi frá 1962. Hann er flúinn með myndina til Kanada þannig að hún verði ekki gerð upptæk. Hann mun hafa farið með hóp verkamanna frá Ground Zero, sem voru haldnir einhverjum kvillum, til lækninga á Kúbu þar sem að þeir voru sennilega ekki með tryggingar hér í Bandaríkjunum.
Það er alltaf spennandi að sjá hvað hann lætur sér detta í hug.
Það er alltaf spennandi að sjá hvað hann lætur sér detta í hug.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim