23.4.07

Ætli Gore láti vaða?

Það er alltaf verið að spá í það hvort að Gore bjóði sig fram til forseta. Nú síðast nefndi Bill Clinton þetta sem möguleika og ég rakst líka á það í NY Times að eitthvað fólk væri farið að tala við suma þeirra sem störfuðu fyrir hann þegar hann bauð sig fram síðast. Hann heldur áfram að neita, eða öllu heldur að halda spennu í þessu því að hann hefur í raun aldrei þvertekið fyrir að ætla að bjóða sig fram. Segir aldrei já, bara hálfvolgt nei.

Bruce vinur Meredith hringdi um daginn og var að segja af sér fréttir. Hann er hagfræðingur, útskrifaður frá University of Chicago og kennir við háskóla í Columbus Ohio. Honum datt í hug að skipuleggja þverfaglega ráðstefnu um sköpunargáfu. Hann hélt hana við Harvard þar sem hann hafði verið "post-doc" Eitthvað gekk illa að fá fólk til að vilja koma og tala í byrjun því margir voru skeptískir á þetta þar sem að þetta hafði ekki verið gert áður. En ráðstefnan tókst svona líka ljómandi vel og nú er einhver skóli búinn að hafa samband við hann og biðja hann að vera þeim innan handar við að setja saman nýja námsskrá.
En það er ekki nóg með það, nú síðast hringdi í hann fólk sem vinnur fyrir Barack Obama og spurði hvort hann vildi vera framboði Obama til ráðgjafar.
Vá - segi ég nú bara...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim