Sigfús og Borat
Eiga þessir tveir, þeir Sigfús bróðir og Borat eitthvað sameiginlegt? Ég er sjálfur ekki frá því eftir að hafa fengið Sigfús í heimsókn. Nú er ég ekki að halda því fram að Sigfús sé illa upplýstur, fordómafullur, kven- og gyðingahatari. Þvert á móti. En í myndinni sést Borat einu sinni hlaupa nakinn um hótel. Ég skal ekkert um það segja hér hvort að Sigfús hefur einhverntíman gert svoleiðis, veit hreinlega ekkert um það, en hann gerði það nú sem betur fer ekki í Eastview Mall. Og hann stillti sig alveg um að rjúka á alla karlmenn sem hann sá og heilsa þeim með þrem kossum á kinnina. Það hefði getað orðið ljót sena ef hann hefði gert það, t.d. á Dinosaur BBQ, sem er svona fremur hrár grillstaður, vinsæll meðal mótorhjólatöffara og fleiri. Það er samt eitthvað sem er dálítið bóratískt við hann Sigfús og ég held ég sé búinn að átta mig á því hvað það er. Þeir eiga það sameiginlegt að vera nánast alltaf í góðu skapi, glaðlegir og hlýir í viðmóti. En það sem ég held að sé aðalatriðið er sá eiginleiki þeirra beggja að vera lausir, alltaf og undir öllum kringumstæðum, við það sem kallað er feimni og hrjáir c.a. 99% mannkyns, mismikið þó. Þeir virðast báðir bara vera lausir við þetta. Og það var það sem gerði það að verkum að mér fannst ég vera að upplifa atriði úr Borat í einni búðinni í Eastview Mall. Sigfús var bara svona opinn og ófeiminn að skoða sig um forvitnast um forláta espresso vél, og ég tók eftir því að það kom dálítið hik á sölumanninn, rétt eins og hann vissi ekki alveg hvernig hann ætti að taka á þessum glaðhlakkalega útlendingi.
En þetta er góður kostur, enda hafa þeir báðir náð fádæma langt í lífinu þeir Borat og Sigfús.
Kannski Sigfús fari nú að láta sér vaxa hormottu.
3 Ummæli:
En gaman að skoda nýju myndirnar. Drengirnir stækka og búnir að fá nýjar kojur. Amma er í Reykjavík núna og v erður ef til vill veðurteppt. Kojurnar eru fínar, næstum því eins og þær sem Lýður og Sigfús sváfu í lengst af. Nú er búið að skíra dóttur Óla og Ragnheiðar og heitir sú Steinunn Eva, heldur fín lítil frænka. Er ekki gaman að horfa á nýju myndina af Latabæ? Bless elsku fólkið mitt
Mamma
Alveg sammála þér varðandi þessa greiningu á Sigfúsi. Málið er hins vegar að Borat er leikin persóna en Sigfús er alvööööru.
Góður punktur hjá þér Berglind. Hann Sigfús er sko alveg ekta karakter, svo mikið er víst.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim