Næsta stríð: Er 2007 = 1938?
Rannsóknablaðamaðurinn Seymour M. Hersh birti grein í The New Yorker um ástandið í kringum Persaflóann og hugsanlegt stríð við Íran. Ég heyrði síðan í gær mjög athyglisvert viðtal við hann í þættinum Fresh Air á NPR. Hann segir að Bandaríkjastjórn sé í raun farin að styðja öfgasinnaða súnnítahópa, t.d. í Líbanon. Þetta kann að hljóma undarlega þar sem að sumir þessara hópa hafa tengsl við Al-Qaeda! Þess vegna fer þetta mjög leynt, og þingið veit ekki af þessu (svipað og Íran-Contra málið). En Bandaríkjastjórn er þessa dagana hræddust við upgang sjítamúslima, þ.e. Írans og Hezbollah í Líbanon. Súnnítamúslimum þykir sér einnig vera ógnað af þessum uppgangi Írans og þess vegna eru þeir, t.d. Sádarnir, í liði með Bandaríkjunum í að styrkja þessa hópa til að hefta uppgang Hezbollah.
Það var stofnaður hópur innan Hvíta Hússins sem gerði árásaráætlun á Íran. Þeir vilja hafa það þannig að ef Bush tekur ákvörðun um árás, þá geti hún hafist innan sólarhrings. Stjórnin vildi meira að segja geta notað kjarnorkuvopn (the nuclear option), en það var ekki sett inn vegna þess að svo margir hótuðu að segja af sér ef það yrði haft með sem möguleiki.
Og hver er driffjöðurin á bak við þetta allt saman? Jú það er auðvitað Dick Cheney.
Hann telur næsta öruggt að Íran muni verða sér úti um kjarnorkuvopn og muni ekki hika við að beita þeim gegn Bandaríkjunum og/eða Ísrael. Það muni þeir gera í gegnum Nasrallah og Hezbollah. Þeir telja að Hezbollah séu með sellur hér í Bandaríkjunum sem eigi eftir að fá þessi vopn og sprengja þau hér. Cheney þykir ástandið núna líkjast því sem var 1938 þegar Hitler var að byrja að ráðast inn í Tékkland. Hann telur að ef gripið hefði verið í taumana strax þá hefði það sem á eftir kom orðið allt öðruvísi en varð. Hann ætlar sko ekkert að bíða og sjá hvað gerist, ekki frekar en með Írak.
Það er auðvitað skelfilegt til þess að hugsa að þeir séu svona vel á veg komnir með að undirbúa árás á Íran. Gárungarnir segja að nú sé búið að endurvinna allt talið og rökin sem leiddu til innrásarinnar í Írak, með því að skipta allsstaðar út Q og setja bara inn N, og Bush sé nú farinn að undirbúa stríð með fréttafundum og yfirlýsingum.
En hver verður utanríkisráðherra á Íslandi næst þegar einhver undirtyllan hringir úr bandaríska sendiráðinu og spyr hvort við verðum ekki örugglega með á lista hinna viljugu og hlýðnu? Verður enn bananabragð af utanríkisstefnunni okkar, eða verður komið eitthvað nýtt og ferskara?
Það var stofnaður hópur innan Hvíta Hússins sem gerði árásaráætlun á Íran. Þeir vilja hafa það þannig að ef Bush tekur ákvörðun um árás, þá geti hún hafist innan sólarhrings. Stjórnin vildi meira að segja geta notað kjarnorkuvopn (the nuclear option), en það var ekki sett inn vegna þess að svo margir hótuðu að segja af sér ef það yrði haft með sem möguleiki.
Og hver er driffjöðurin á bak við þetta allt saman? Jú það er auðvitað Dick Cheney.
Hann telur næsta öruggt að Íran muni verða sér úti um kjarnorkuvopn og muni ekki hika við að beita þeim gegn Bandaríkjunum og/eða Ísrael. Það muni þeir gera í gegnum Nasrallah og Hezbollah. Þeir telja að Hezbollah séu með sellur hér í Bandaríkjunum sem eigi eftir að fá þessi vopn og sprengja þau hér. Cheney þykir ástandið núna líkjast því sem var 1938 þegar Hitler var að byrja að ráðast inn í Tékkland. Hann telur að ef gripið hefði verið í taumana strax þá hefði það sem á eftir kom orðið allt öðruvísi en varð. Hann ætlar sko ekkert að bíða og sjá hvað gerist, ekki frekar en með Írak.
Það er auðvitað skelfilegt til þess að hugsa að þeir séu svona vel á veg komnir með að undirbúa árás á Íran. Gárungarnir segja að nú sé búið að endurvinna allt talið og rökin sem leiddu til innrásarinnar í Írak, með því að skipta allsstaðar út Q og setja bara inn N, og Bush sé nú farinn að undirbúa stríð með fréttafundum og yfirlýsingum.
En hver verður utanríkisráðherra á Íslandi næst þegar einhver undirtyllan hringir úr bandaríska sendiráðinu og spyr hvort við verðum ekki örugglega með á lista hinna viljugu og hlýðnu? Verður enn bananabragð af utanríkisstefnunni okkar, eða verður komið eitthvað nýtt og ferskara?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim