Dead Man Walking
Ég man hvað þessi mynd, Dead Man Walking hafði mikil áhrif á mig á sínum tíma. Ég keypti diskinn með tónlistinni úr myndinni, og seinna keypti ég bókina sem myndin byggir á. Hún er eftir Helen Prejean, nunnu sem fylgir og reynir að hjálpa og bjarga fanga sem dæmdur var til dauða fyrir hroðalegan glæp. Hann var sendur í rafmagnsstólinn í bókinni (og í raunveruleikanum), en í myndinni breyttu þeir því og þar var hann tekinn af lífi með lyfjum í æð. Það er athyglisvert að þeir skyldu breyta frá raunveruleikanum í myndinni, vildu ekki að fólk myndi geta sagt að svona hafi verið gert þá, en aðferðin sé miklu "mannúðlegri" í dag. Ég man að það fór sérstaklega illa í mig persónulega að sjá þegar þeir settu upp hjá honum nálina í myndinni. Mér fannst svo óhugnalegt að það væri verið að gera eitthvað, sem ég geri á hverjum einasta degi í vinnunni, í þeim tilgangi að taka einhvern af lífi.
Það var grein í NY Times Magazine um helgina um þessa aftökuaðferð, þ.e. "Lethal injection". Er nokkuð hægt að hugsa sér þægilegri dauðdaga en að líða bara útaf og sofna svefninum langa án þess að finna nokkuð til? Er þetta ekki "mannúðlegasta" aðferð sem til er? Það er það sem fólki hefur verið talið trú um, en raunveruleikinn er því miður ekki alltaf þannig, hann er flóknari og erfiðari. Málið er nefninlega það að í flestum fylkjum er ekki vant heilbrygðisstarfsfólk sem framkvæmir þessar aftökur, heldur oft á tímum óvant og illa þjálfað lið, nú eða þá læknar, sumir hverjir með vafasaman bakgrunn. Þetta, að setja upp nál og innleiða svæfingu er akkúrat á mínu sérsviði, en kollegar mínir, þ.e. svæfingalæknar hafa verið ákaflega tregir til að taka þátt í aftökum. Enda stríðir slíkt gegn læknaeiðnum og flest fagfélög lækna hafa ályktað gegn því að læknir leggi nafn sitt við slíkt.
Ef slík aftaka á að takast þarf fernt til. Í fyrsta lagi þarf að setja upp nál, sem getur verið erfitt, t.d. hjá þeim sem hafa verið sprautufíklar, eða þá bara ef fólk er stressað! Hvorutveggja getur augljóslega átt við í þessu tilfellum. Síðan þarf að draga upp og blanda þrenn lyf, og gefa á réttan hátt. Fyrst er gefið pentothal, sem er svæfingalyf. Það kemur í duftformi og þarf að leysa upp. Síðan er gefið vöðvalamandi lyfið pancuronium til að fanginn sjáist ekki hreyfa sig eða engjast, og síðast er gefið kalíum í háum skammti sem veldur hjartastoppi. Það hafa verið að koma upp mál þar sem þetta hefur klúðrast á hrikalegan hátt. Í einu tilfelli var æðaleggurinn ekki inni í æðinni heldur undir húðinni eða í vöðva, og þá veldur kalíumið hrikalegum sársauka og bruna. Það tók þann fanga meira en 30 mín að deyja. Í einu tilfelli var læknir til staðar, ekki til að taka þátt í aftökunni, heldur til að staðfesta andlát. Þegar hann ætlaði að gera það kom í ljós að fanginn dró enn andann, sá sem hafði framkvæmt aftökuna dró öll lyfin upp í eina sprautu þannig að úr varð einn stór kökkur og aftakan klúðraðist. Þá varð einum lækni að orði, sem einhverntíman hafði komið að því að skipuleggja hvernig slík aftaka gæti farið fram "It never occured to me when we set this up that we´d have complete idiots administering the drugs."
En er þetta hrikalega klúður slæmt, eða kannski það besta sem komið gat fyrir í umræðunni um dauðarefsingar? Ætti kannski að skikka fagfólk í að gera þetta þannig að fangarnir þurfi ekki að þjást, eða á heilbrygðisstarfsfólk alfarið að neita að taka þátt í aftökum? Á að afturkalla lækningaleyfi, og eða aðild þeirra lækna að fagfélögum sem framkvæma aftökur?
Þetta klúður hefur orðið til þess að búið er að slá á frest öllum aftökum í 12 af þeim 38 fylkjum sem enn heimila dauðarefsingu. Í Kaliforníu var dómari fenginn til að fara ofan í saumana á þessum málum. Það stóð til að taka fanga af lífi og þessi dómari gaf þá tilskipun að það mætti einungis gefa honum svæfingalyfið pentothal og láta hann deyja þannig, en ekki pancuronium og kalium. Tveir læknar áttu að vera viðstaddir aftökuna. Kvöldið fyrir aftökuna kom í ljós, að samkvæmt tilskipun dómarans urðu þessir tveir læknar að vera til staðar og grípa inn í ef eitthvað færi úrskeiðis (ef t.d. kæmi í ljós að æðaleggurinn virkaði ekki). Þegar þetta kom í ljós neituðu læknarnir (báðir svæfingalæknar) að taka þátt og aftökunni var frestað. Síðan hefur enginn verið tekinn af lífi í Kaliforníu.
Skyldi þetta vera upphafið að endinum á dauðarefsingum í Bandaríkjunum? Það væri náttúrulega frábært. Í greininni var talað um að á slíkan hátt hafi dauðarefsingar verið lagðar af í Evrópu, framkvæmdin var það sem raunverulega varð til þess að þeim væri hætt, miklu fremur en að farið hafi fram umræða um hvort dauðarefsingar ættu yfir höfðu að tíðkast.
Og að lokum. Hversvegna er talað um aftökur og að fangar séu teknir af lífi, t.d. í fréttum Moggans og RÚV? Er dráp ekki dráp?
Það var grein í NY Times Magazine um helgina um þessa aftökuaðferð, þ.e. "Lethal injection". Er nokkuð hægt að hugsa sér þægilegri dauðdaga en að líða bara útaf og sofna svefninum langa án þess að finna nokkuð til? Er þetta ekki "mannúðlegasta" aðferð sem til er? Það er það sem fólki hefur verið talið trú um, en raunveruleikinn er því miður ekki alltaf þannig, hann er flóknari og erfiðari. Málið er nefninlega það að í flestum fylkjum er ekki vant heilbrygðisstarfsfólk sem framkvæmir þessar aftökur, heldur oft á tímum óvant og illa þjálfað lið, nú eða þá læknar, sumir hverjir með vafasaman bakgrunn. Þetta, að setja upp nál og innleiða svæfingu er akkúrat á mínu sérsviði, en kollegar mínir, þ.e. svæfingalæknar hafa verið ákaflega tregir til að taka þátt í aftökum. Enda stríðir slíkt gegn læknaeiðnum og flest fagfélög lækna hafa ályktað gegn því að læknir leggi nafn sitt við slíkt.
Ef slík aftaka á að takast þarf fernt til. Í fyrsta lagi þarf að setja upp nál, sem getur verið erfitt, t.d. hjá þeim sem hafa verið sprautufíklar, eða þá bara ef fólk er stressað! Hvorutveggja getur augljóslega átt við í þessu tilfellum. Síðan þarf að draga upp og blanda þrenn lyf, og gefa á réttan hátt. Fyrst er gefið pentothal, sem er svæfingalyf. Það kemur í duftformi og þarf að leysa upp. Síðan er gefið vöðvalamandi lyfið pancuronium til að fanginn sjáist ekki hreyfa sig eða engjast, og síðast er gefið kalíum í háum skammti sem veldur hjartastoppi. Það hafa verið að koma upp mál þar sem þetta hefur klúðrast á hrikalegan hátt. Í einu tilfelli var æðaleggurinn ekki inni í æðinni heldur undir húðinni eða í vöðva, og þá veldur kalíumið hrikalegum sársauka og bruna. Það tók þann fanga meira en 30 mín að deyja. Í einu tilfelli var læknir til staðar, ekki til að taka þátt í aftökunni, heldur til að staðfesta andlát. Þegar hann ætlaði að gera það kom í ljós að fanginn dró enn andann, sá sem hafði framkvæmt aftökuna dró öll lyfin upp í eina sprautu þannig að úr varð einn stór kökkur og aftakan klúðraðist. Þá varð einum lækni að orði, sem einhverntíman hafði komið að því að skipuleggja hvernig slík aftaka gæti farið fram "It never occured to me when we set this up that we´d have complete idiots administering the drugs."
En er þetta hrikalega klúður slæmt, eða kannski það besta sem komið gat fyrir í umræðunni um dauðarefsingar? Ætti kannski að skikka fagfólk í að gera þetta þannig að fangarnir þurfi ekki að þjást, eða á heilbrygðisstarfsfólk alfarið að neita að taka þátt í aftökum? Á að afturkalla lækningaleyfi, og eða aðild þeirra lækna að fagfélögum sem framkvæma aftökur?
Þetta klúður hefur orðið til þess að búið er að slá á frest öllum aftökum í 12 af þeim 38 fylkjum sem enn heimila dauðarefsingu. Í Kaliforníu var dómari fenginn til að fara ofan í saumana á þessum málum. Það stóð til að taka fanga af lífi og þessi dómari gaf þá tilskipun að það mætti einungis gefa honum svæfingalyfið pentothal og láta hann deyja þannig, en ekki pancuronium og kalium. Tveir læknar áttu að vera viðstaddir aftökuna. Kvöldið fyrir aftökuna kom í ljós, að samkvæmt tilskipun dómarans urðu þessir tveir læknar að vera til staðar og grípa inn í ef eitthvað færi úrskeiðis (ef t.d. kæmi í ljós að æðaleggurinn virkaði ekki). Þegar þetta kom í ljós neituðu læknarnir (báðir svæfingalæknar) að taka þátt og aftökunni var frestað. Síðan hefur enginn verið tekinn af lífi í Kaliforníu.
Skyldi þetta vera upphafið að endinum á dauðarefsingum í Bandaríkjunum? Það væri náttúrulega frábært. Í greininni var talað um að á slíkan hátt hafi dauðarefsingar verið lagðar af í Evrópu, framkvæmdin var það sem raunverulega varð til þess að þeim væri hætt, miklu fremur en að farið hafi fram umræða um hvort dauðarefsingar ættu yfir höfðu að tíðkast.
Og að lokum. Hversvegna er talað um aftökur og að fangar séu teknir af lífi, t.d. í fréttum Moggans og RÚV? Er dráp ekki dráp?
3 Ummæli:
Fróðlegur pistill hjá þér Oddur. Fæ góða innsýn inn í þitt afar vandasama starf. Ég sá þessa mynd, Dead man walking og mér fannst hún ferlega góð. Vissi ekki að henni hefði verið breytt á þennan hátt. Sá líka Dancer in the dark og þar er aftakan bara henging. Myndin átti að gerast í BNA. Tíðkast það einhvers staðar enn? Ég held að það sé ein erfiðasta mynd sem ég hef séð - tilfinningalega. Vona að það sé rétt tilgáta hjá þér að þessi "löglegu" dráp leggist af.
Ég held að eina aftökuaðferðin sem tíðkist sé með lyfjum í æð. Þó eru fjórar aðrar aðferðir enn löglegar í mismunandi fylkjum. Þær eru gasklefi, henging, rafmagnsstóllinn og aftökusveit (skotvopn). Það hefur gengið þannig fyrir sig að þegar ein aðferð þykir of ógeðsleg er tekin upp sú næsta sem þykir mannúðlegri.
Ég sá aldrei Dancer In The Dark en sé eftir því. Hún var umdeild á sínum tíma. Ég man að ég ákvað að sjá hana ekki eftir að ég heyrði Egil Helgason gagnrýna hana. Hann sagði að Lars von Trier væri bara hreinlega vondur maður, og að myndirnar hans væru nokkurskonar hakkavélar fyrir aðalpersónurnar hans. Þær gengu sem sagt allar út á það að taka aðalkvenpersónu hverrar myndar, brjóta hana niður og og rústa gjörsamlega.
Það er hárrétt hjá þér, þetta með Lars Von Trier. Ég hef séð þrjár myndir hans, þ.e. Breaking the waves, Dancer in the dark og svo Dogville. Þær segja einmitt allar frá hörmulegum örlögum þriggja kvenpersóna. Málið er hins vegar að ef tilgangurinn væri bara að velta sér upp úr viðbjóði (eins og t.d. Kill Bill) þá væri ég sammála Agli en myndirnar snúast um stór mál og hvernig ákveðin samfélgasstrúktur eða lög (dauðarefsingar), eða yfirhöfðu hversu völd eru vandmeðfarin (í hinum tveimur myndunum) og auðvelt að misnota sér valdastöðu sína. ÉG er hins vegar sammála því að hann gengur yfirleitt aðeins of langt og maður fyllist þvílíkum viðbjóði. Ég hef horft á nokkrar myndir sem hafa haft það að markmiði að sýna fram á ósanngirnina sem felst í dauðarefsingum. Það er engin mynd sem hefur haft jafn mikil áhrif á mig varðandi það atriði eins og Dancer in the dark. Svo er músíkin stór hluti myndarinnar og gerir hana einstaka. Björk er líka frábær leikkona. ÉG mæli þess vegna með henni, en þú ert samt nokkra daga að jafna þig. Það tók Björk þrjá mánuði að ná andlegu jafnvægi eftir tökurnar á myndinni.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim