25.12.06

Gleðileg jól



Gleðileg jól.
Hér hjá okkur voru jólin hátíðleg. Við fórum í messu á aðfangadag þar sem börnin léku jólaguðspjallið og komum síðan heim og borðuðum hangikjöt sem smakkaðist mjög vel. Síðan voru oppnaðir pakkar að íslenskum sið. Ég gluggaði síðan í bók Steingríms, VIÐ ÖLL, á jólanótt og hún er frábær. Formálinn er skemmtilegur og lýsir honum einstaklega vel. Nú bíður maður bara spenntur eftir mótleik frá Geir Haarde. Sú bók hlýtur þá að bera titilinn ÉG EINN.....
Á jóladagsmorgun kom í ljós að Santa hafði komið í heimsókn um nóttina og var búinn að stilla upp gjöfum til strákanna framan við jólatréð. Ólafur Stefán var mjög ánægður vegna þess að hann fékk nákvæmlega það sem hann hafði óskað sér. Við opnuðum síðan pakka frá vinum og ættingjum hér í Bandaríkjunum. Anna vinkona Ólafs kom síðan í heimsókn með gjafir handa þeim bræðrum, m.a. tickle me Elmo dúkku handa Finni sem er ein vinsælasta jólagjöfin í ár. Ég skóflaði síðan gömlum leikföngum í stóra poka til að rýma til fyrir öllu nýja fína dótinu. Meredith er að búa til stuffing og við ætlum að borða kalkúnabringu í dag.

Takk fyrir gjafirnar, kortin og kveðjurnar.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól elskurnar mínar allar og takk fyrir mig:-) Þið hafið aldeilis átt ánægjuleg jól:-*

Kv.Helga Sólveig

2:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Jólaknús til Rochester og takk kærlega fyrir mig :-)

10:09 f.h.  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Þeir eru sætastir og flottastir þeir Ólafur og Finnur og hafa augljóslega verið ánægðir með jólin sín. Hlökkum til að sjá ykkur um áramótin ;)

1:42 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð og góðar kveðjur sendum við yfir hafið til ykkar, hafið það gott.
Kveðja, Héðinn, Sunna og Anna Rósa.

3:01 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim