Grænmetisnjósnir
Sigfús bróðir og Magga mágkona voru hér í heimsókn í tvo daga. Magga var að koma til okkar í fyrsta skipti en Sigfús hefur komið áður. Við fórum með þau á hefðbundna staði eins og Dinosaur
BBQ. Og það var ekki annað hægt en að fara með þau í Wegmans matvörubúðina sem þykir ein af þeim flottari hér í Bandaríkjunum. Grænmetisdeildin er stærri en meðal kaupfélag og Sigfús var þarna mættur í forstjóragallanum, vopnaður stórri myndavél, sem hann beindi að salatinu og fór að smella af í gríð og erg. Þá vatt sér að honum starfsmaður verslunarinnar og bað hann vinsamlegast að hætta að taka myndir, það væri nefnilega bannað! Þeir hafa greinilega haldið að Sigfús væri að njósna fyrir keppinautana. Við hefðum náttúrulega átt að útskýra fyrir þeim hvaðan hann væri og að svona væri ekki til heima hjá honum....
BBQ. Og það var ekki annað hægt en að fara með þau í Wegmans matvörubúðina sem þykir ein af þeim flottari hér í Bandaríkjunum. Grænmetisdeildin er stærri en meðal kaupfélag og Sigfús var þarna mættur í forstjóragallanum, vopnaður stórri myndavél, sem hann beindi að salatinu og fór að smella af í gríð og erg. Þá vatt sér að honum starfsmaður verslunarinnar og bað hann vinsamlegast að hætta að taka myndir, það væri nefnilega bannað! Þeir hafa greinilega haldið að Sigfús væri að njósna fyrir keppinautana. Við hefðum náttúrulega átt að útskýra fyrir þeim hvaðan hann væri og að svona væri ekki til heima hjá honum....
1 Ummæli:
Verst að missa af þeim.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim