6.3.07

Nýjar kojur



Við keyptum kojur handa strákunum og þeir eru alsælir með það allt saman. Ólafur Stefán er að sjálfsögðu í efri kojunni og Finnur í þeirri neðri. Hérna er mynd af Finni í sinni koju og síðan er mynd af skilti sem Ólafur skrifaði og hengdi upp á herbergishurðina. Þar segist hann ætla að rukka fyrir aðgang að sinni koju!

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ Oddur, Meredith og synir :)
gaman að kíkja á síðuna ykkar - skoða myndir af sætu frændum okkar í Ameríku og lesa skemmtilegar færslur.
Við eignuðust stúlku í janúar eins og þið hafið væntanlega nú þegar frétt og við höfum sett myndir af henni á heimasíðuna okkar. Við ætlum að skíra hana á sunnudaginn og fjölskyldan okkar mætir öll - Hrefna systir og co. frá Svíþjóð og Ása systir og co. frá Húsavík og að sjálfsögðu allir hinir sem eiga heima í Rvk.
Bestu kveðjur frá Fróni,
Ragga, Óli, Ísak og lillan

4:01 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Gaman að heyra frá þér Ragnheiður og til hamingju! Við biðjum kærlega að heilsa í veisluna.

8:56 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim