Frá Washington
Við erum stödd í Washington DC þessa dagana, þar sem ég er á ráðstefnu. Ég ákvað að kjósa í leiðinni og það vildi svo ótrúlega vel til að sendiráð Íslands er í byggingunni beint á móti hótelinu þar sem kúrsinn minn er. Þvílík heppni! Ég skellti mér að kjósa í hádeginu og var ekki lengi í þeirri ferðinni. Skrifstofa sendiráðsins er tiltölulega lítil og hófleg, en þó er stíllinn á öllu bæði nútímalegur og íslenskur. Þannig minnir skrifstofan að innan á hús hæstaéttar á Íslandi að utan.
Ég gat ekki betur séð en að þarna bíði hin smekklegasta sendiherraskrifstofa tilbúin handa Sigfúsi Ólafssyni eftir kosningarnar í vor......
Ég gat ekki betur séð en að þarna bíði hin smekklegasta sendiherraskrifstofa tilbúin handa Sigfúsi Ólafssyni eftir kosningarnar í vor......
1 Ummæli:
Hehehe!
Kemur þú ekki á kosningavökuna!?
Kveðja Sigfús
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim