23.4.07

Endurvarpslaugin í Washington


Þarna erum við Finnur á frægum slóðum í Washington DC. Ég mátti hafa mig allan við að Finnur endurtæki ekki atriði úr Forrest Gump með því að vaða út í laugina. Við gengum þarna á bríkinni eftir henni endilangri. Það er komið nýtt minnismerki frá því að ég var síðast í Washington. Það er til minningar um heimsstyrjöldina síðari. Það er svo sem allt í lagi, en ekkert minnismerki slær út veggnum til minningar um þá sem féllu í Víetnam. Það var hannað af Maya Lin, sem þá var tutuggu ára gömul, nemandi í arkitektúr við Yale. Sólin skein svo í gegnum rigninguna á Washington Monument.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim