Vancouver
Við erum komin til Vancouver í Kanada í. Komum hingað með Eric og Melissa, ásamt sonum þeirra Simon og Owen. Það er þægilegt að fara í frí með þeim, þau þekkja vel til hérna þannig að við þurfum tiltölulega lítið að hafa fyrir hlutunum, fáum bara að fljóta með. Sennilega er allt satt sem sagt hefur verið um Vancouver, ofboðslega falleg borg og fjöllin í kring minna kannski á Noreg. Það er ekki tilviljun að fólkið sem vildi flýja þegar Kínverjar tóku við stjórn Hong Kong skuli hafa flutt hingað í stórum stíl. Það er eitt sem er sérstakt við byggingarstílinn hér. Háhýsin eru byggð þannig við hliðina á turnunum er gjarnan samtengd 1-2 hæða raðhúsalengja í sama stíl. Þetta skapar meira rými á milli bygginganna. Síðan eru gjarnan tré eða runnar ofarlega á þessum húsum. Fólkið er mjög vingjarnlegt og það virðist vera miklum minna stórborgarstress hér en ég átti von á.
5 Ummæli:
Ég hef alltaf haft skrýtna löngun til að prófa að búa í Vancouver, hef ekki hugmynd af hverju þar sem ég hef aldrei komið þangað og veit ekkert um borgina. En það sem þú lýsir hljómar vel :-) Góða skemmtun og kveðjur til Eric og Melissu ef þau muna eftir mér. Væri gaman að sjá hvernig strákarnir taka hvor öðrum aftur eftir langa fjarveru ;-)
Sæl Jóna. Ég var einmitt að hugsa að þú og Vancouver gætuð náð mjög vel saman. Simon og Ólafur fóru strax að leika sér án nokkurra vandamála. Simon er þó greinilega eldri núna, þ.e. það hefur aðeins tognað úr aldursmuninum milli þeirra enda er Simon byrjaður í skóla. Owen er síðan svo fallegur og krúttlegur að það er leitun að öðru eins. Ég skal koma kveðjunni til skila.
Vá spennandi borg, samt ólíklegt að við náum að fara þangað fyrir brottför. Þú átt greinilega góða myndavél. Hvaða tegund? Þarf nefnilega að fjárfesta í einni almennilegri áður en ég kveð BNA.
Oh æðislegt að heyra að strákarnir nái svona vel saman aftur enda er það ekki sagt að góður vinskapur í byrjun haldist svoleiðis:-) Þeir voru nú ekki háir í loftinu þessi krútt þegar þeir byrjuðu að tala um hvorn annan!!!!
En byð að heilsa ykkur öllum og skemmtið ykkur ótrúlega vel í ferðalaginu
Knús knús frá Danmörku
Helga Sólveig
Linda - Ég held að það sé alveg óhætt að mæla með því að hafa ferðalag hingað á langtímaáætluninni. Og myndin frá Vancouver er að sjálfsögðu stolin!
Helga - Gaman að heyra frá þér, ég skal koma góðum kveðjum frá þér til skila.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim