Modest Mouse
Brá mér á tónleika í gærkvöldi með ofannefndri hljómsveit. Sú er af vesturströndinni (nema hvað!) og þeir hafa verið að spila í um 15 ár, en þykja nú með heitari indie böndum. Þeir efldust fyrir gerð síðustu plötu, fengu til sín Johnny Marr, sem var gítarleikari í ekki ómerkari hljómsveit en The Smiths.
En tónleikarnir voru góðir, þetta er þétt band og þeir rokkuðu feitt. Hógværa músin er langt frá því að vera hógvær að mínu mati. Þið getið hlustað á einn smellinn þeirra hér.
En sumt af því gamla sem þeir spiluðu var jafnvel enn betra.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim