23.4.07

Sól og blíða, þrumur og eldingar!

Hér hefur verið algjör blíða í dag og í gær og hitinn fór í 20 - 25 gráður. Við vorum lengi úti á róló í dag og hittum Egil Bjarna og Einar Árna þar. Maður þurfti að grafa upp sólaráburðinn í morgun og stuttbuxur og derhúfur. Það var síðan búið að spá skúrum seinnipartinn og eftir kvöldmat ákváðum við Ólafur að fara út að hjóla. Sáum Chris vin okkar sitjandi úti á tröppum og fórum að tala við hann. Þá fór að rigna þannig að við fórum inn og ég græddi bjór á öllu saman. Síðan kom ægileg vindhviða og hjólið fauk um koll og síðan komu þrumur og eldingar. Við hjóluðum síðan eins og við drógum heim til að verða ekki alveg gegnblautir.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Fór einmitt út að hlaupa í sólinni og blíðunni áðan. Varð svo blautur og kaldur inn að beini þegar skall á með þessum þrumum og eldingum.
Svo er talað um að snögg veðrabrigði heima á Íslandi...
Gísli

9:10 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim