Seattle
Jæja, þá erum við komin til Seattle. Við keyrðum niðureftir og komum m.a. við í Bellington þar sem Sigrún Qvindesland vinkona okkar átti einu sinni heima. Ókum síðan þaðan meðfram ströndinni niður til Edmonds sem er úthverfi Seattle. Þar eiga Melissa og Eric einmitt heima.
Það er óneitanlega öðrvísi andrúmsloft hér á vestruströndinni. Maður fann það um leið og stigið var út úr bílnum fyrsta kvöldið. Loftið er kalt og frískandi, eins og á Íslandi (enda er maður við sjávarsíðuna), litirnir eru allir skarpari og mér fannst meira að segja húsið þeirra Eric og Melissu minna mig á íslensk hús!
Síðan er kaffi allsstaðar, þar sem eru pylsuvagnar heima eru espressovagnar hér.
Meredith fór á ráðstefnuna í dag og við feðgar brugðum okkur niður í miðbæ og fórum upp í nálina (Space Needle). Það er 605 feta hár turn sem var byggður fyrir heimssýninguna 1962. Síðan fórum við á tónlistarsafnið sem var mjög flott. Þar fékk ég það besta kaffi sem ég hef fengið síðan ég bjó það til sjálfur á Skólavörðustígnum forðum daga.
Það er óneitanlega öðrvísi andrúmsloft hér á vestruströndinni. Maður fann það um leið og stigið var út úr bílnum fyrsta kvöldið. Loftið er kalt og frískandi, eins og á Íslandi (enda er maður við sjávarsíðuna), litirnir eru allir skarpari og mér fannst meira að segja húsið þeirra Eric og Melissu minna mig á íslensk hús!
Síðan er kaffi allsstaðar, þar sem eru pylsuvagnar heima eru espressovagnar hér.
Meredith fór á ráðstefnuna í dag og við feðgar brugðum okkur niður í miðbæ og fórum upp í nálina (Space Needle). Það er 605 feta hár turn sem var byggður fyrir heimssýninguna 1962. Síðan fórum við á tónlistarsafnið sem var mjög flott. Þar fékk ég það besta kaffi sem ég hef fengið síðan ég bjó það til sjálfur á Skólavörðustígnum forðum daga.
2 Ummæli:
það eru sérstök meðmæli að fá gott kaffi hvert sem farið er í einu samfélagi. Við pabbi þinn erum alsæl með að Noregsdvölinni sé lokið og vinnan á LHS sé framundan.
Sigfús er kominn norður í kosningabaráttuna. Hann fer um bæinn með miklum sannfæringarkrafti. Fólk lætur sannfærast umvörpum, hann er svo beittur áróðursmeistari. Nú ætla ég að fara að skrifa undir íbúðasamninginn fyrir Sigrúnu og Gísla. Hún sendir mér eyðublaðið í pósti. Gangi ykkur vel.
Mamma, amma á Akureyri
Já Sigfús er öflugur hvar sem hann er. Við vorum að keyra fram hjá Boing verksmiðjunum áðan. Ekkert smáflæmi eins og gefur að skilja.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim