Fimmstjörnu fangelsi
Rakst á áhugaverða grein í blaðinu hér í Vancouver. Hún fjallaði um möguleikann á að kaupa sér þægilegri fangelsisdvöl í Kaliforniu. Það er sem sagt hægt að borga $ 80 - 125 á sólarhring fyrir það að vera í sérstakri þægilegri álmu (samt sem áður á fangelsislóðinni) þar sem menn mega hafa hjá sér ipod og tölvu og þurfa ekki að umgangast venjulega "hardcore" fanga. Þetta fólk fær jafnvel að stunda sína vinnu, en það er þó gerð á því nákvæm leit í hvert skipti sem það kemur aftur inn í fangelsið. Þetta hefur verið til staðar í langan tíma og er mjög vinsælt, þeir þurfa ekki mikið að auglýsa eftir viðskiptum. En þó auglýstu þeir í upphafi í kringum 1990 með eftirfarandi slagorði -
Bad things happen to good people...
Þjónustan er síðan kynnt á ýmsum stöðum eins og t.d. Rotary klúbbum.
Með greininni fylgdi mynd af ungri konu sem keypti sér mánaðardvöl í luxusfangelsi til að sitja af sér dóm fyrir ölvunarakstur. Og svo var sagt frá einum sem vildi gera 4 ára samning við fangelsið. Þetta luxusfangelsi er þó ólíkt hótelum á einn hátt. Þú getur hvorki borgað með greiðslukorti eða ávísun, þeir taka einungis við fólki sem borgar fyrirfram með beinhörðum peningum.
Sannast þar hið fornkveðna - þú færð betri þjónustu ef þú borgar meira!
Einhverjir hafa bent á að í þessu felist hróplegt óréttlæti. Tveir menn keyra fullir (og lenda kannski í árekstri hvor við annan) og missa prófið og þurfa að sitja inni í mánuð. Annar getur keypt sér þessa lúxusdvöl en afplánun hins getur þess vegna verið barátta upp á líf og dauða.
En slík umræða ristir aldrei djúpt hér og það er bent á að þetta afli tekna sem síðan leiði til betri þjónustu fyrir alla. (Hljómar kunnuglega - ekki satt?)
2 Ummæli:
það er gaman að lesa það sem þú skrifar Oddur minn. Ég er fegin að Dalalíf hitti í mark. Ég á eftir að koma til Vesturstarandarinnar einhvern tíma. Mig langar svo að heimsækja Myru frænku mína til Wictoria og þar er Michael Brennan líka. Hallur vinur okkar Gunnarsson og Andrea eru að flytja til Vancuver í sumar.þau fara í nám þar. Ég er búin að vera í allan dag í 1. maí baráttu og hátíðarhöldum. Nú styttist til kosninga og allt er að fara á fullt. Það er mikið í húfi og vonandi fellur ríkisstjórnin.
Bless
Mamma
Bestu kveðjur heim og baráttukveðjur fyrir kosningarnar. Verst að geta ekki verið heima. En vonandi fer þetta allt vel og VG komast í stjórn.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim