13.5.07

Ómarslón

Jæja þessi kosninganótt var hrikalega spennandi. Það eru sár vonbrygði að stjórnin skuli hafa haldið. Þeir halda væntanlega ótrauðir áfram. Bara spurning hvernig réttast sé fyrir þá að verðlauna Ómar fyrir að hafa gulltryggt þessa niðurstöðu. Ríkisstjórnin á honum mikið að þakka. Kannski þeir nefni næsta miðlunarlón eftir honum. Nei ég segi nú bara svona, hann hlýtur að líta í eigin barm, það þýðir ekki að að kenna kosningareglunum um, þær eru bara eins og þær eru.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

þarf ekki að skoða alla kosningalöggjöfina?, arfavitlausa kjördæmaskipan etc, hverjir hafa mestu hagsmunina af að viðhalda óbreyttu kerfi?, ekki skulum við gleyma eftirlaunafrumvarpinu góða....
verðum í spotta
hs

8:03 f.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Sammála þér með að kjördæmaskipanin er arfavitlaus. Hverjum datt þetta eiginlega í hug? En ég óska þér og þínum innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Það hefði nú samt verið gaman að hafa Ómar á þingi.

11:57 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim