11.4.07

Amazing Grace


Við skelltum okkur á bíó í gærkvöldi, sáum myndina Amazing Grace sem fjallar um baráttu breska þingmannsins William Wilberforce fyrir afnámi þrælaverslunar Breta í kring um aldamótin 1800. Alveg hreint mögnuð saga og vel gerð mynd. Ég gæti meira að segja mælt með þessari mynd handa mömmu, hvorki ofbeldi, klám né hávaði (eins og henni þykir flestar myndir og sjónvarpsefni vera). Bara stórgott pólitískt drama. Wilberforce barðist harkalega fyrir þessu máli, lagði það fram þing eftir þing en varð oftast undir. En réttlætið sigraði að lokum, ég ætla hinsvegar ekki að segja ykkur hvernig....

Myndin er samnefnd sálminum fræga, sem ég hélt í fáfræði minni að hefði verið saminn af amerískum þrælum. Svo er ekki, hann var saminn af John Newton sem var skipstjóri á þrælaskipi. Hann var einu sinni hætt kominn í miklu fárviðri á skipinu sínu Greyhound, og hélt að hann myndi sökkva með manni og mús. Komst heill til hafnar en varð trúaður eftir þessa reynslu og snérist seinna meir gegn þrælaversluninni. Hann varð að lokum prestur og hvatti Wilberforce áfram í baráttunni. En fortíðin sótti alltaf á hann, og í myndinni talar hann um að það fylgi sér tuttugu þúsund draugar látinna þræla hvert sem hann fer. Amazing Grace er uppgjör hans við fortíðina.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Thad er alltaf jafn gaman ad lesa frettirnar af fjølskyldunni, Oddur minn. Her sit eg a einni af sidustu vøktunum minum. Uti skin sol og vorid er svo sannarlega komid. Mikill fuglasøngur fyrir utan vaktherbergid.
Bestu kvedjur til ykkar allra.
Pabbi.

7:54 f.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Jaeja, thetta er bara ad verda buid hja ther tharna i Noregi. Vid erum i Washington DC, en nu gengur mikid ovedur yfir nordausturstrondina med tilheyrandi rigningu og flodum og jafnvel heilmikilli snjokomu sumstadar. Forum til Mt. Vernon i gaer. Kvedjur

9:07 f.h.  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Hljómar spennandi og fróðlegt

4:30 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim