22.3.07

McJob

Nú ætlar McDonalds að fara í mál við Oxford orðabókina út af þessu orði og reyna að koma banni á að það komist inn nýjar útgáfur orðabókarinnar. Skemmtileg að velta því fyrir sér hvort að stórfyrirtæki geti, eða eigi að geta haft áhrif á tungumál og orðabækur. Það eru náttúrulega mörg dæmi um að orð tengd fyrirtækjum hafi verið tekin upp í tungumálinu sbr. Xerox, sem er nafnið á fyrirtækinu sem framleiddi upphaflegu ljósritunarvélina, er nú orðið að sögn, sem þýðir að ljósrita.
En hversvegna er McDonalds að þessu? Það kemur náttúrulega í ljós þegar skilgreining á orðinu er skoðuð:

McJob: A low-pay, low-prestige, low-dignity, low benefit, no-future job in the service sector.


2 Ummæli:

Blogger Ásgrímur Angantýsson sagði...

Þetta er skondið. Það er reyndar ekki víst að það hafi mikil áhrif á notkun orðsins hvort það verður með í orðabókinni eða ekki en málsóknin mun sjálfsagt vekja enn meiri athygli á því og festa það í sessi.

Annars vildi ég láta ykkur vita að það er hægt að kaupa írskt smjör í Wegmans sem er ekkert síðra en það íslenska. Ég veit að það eru landráð að segja þetta en þetta er bara satt! Herlegheitin heita "Kerrygold - Pure Irish Butter" og eru geymd hjá ostunum, a.m.k. hér í Íþöku.

3:16 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Ætli það séu til einhver svona orð eða orðatiltæki í íslensku? En af íslensku smöri er nóg hjá okkur um þessar mundir, það komu 3 kíló með síðustu ferð að heiman, ásamt einu lambalæri.
Kannski það væri réttast að gera blindsmökkun á írsku og íslensku smjöri!

4:01 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim