14.5.08

Smjörið


Þessi ungi maður bað um brauð með smjöri - íslensku smjöri!

Mikið held ég að langafi hans heitinn, Sigfús bóndi á Gunnarsstöðum, hefði verið ánægður með hann.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæl verið þið öll elskulegu Rochesterbúarnir okkar. Ólafi Stefáni óskum við innilega til hamingju og afmælisbörnunum líka þó seint sé. Nú líður að 7. afmælisdeginum. Í dag eiga þeir afmæli Ólafur Ragnar forseti og Jóhannes bóndi á Gunnarsstöðum.
Finnur verður sterkur af smjörinu það er áreiðanlegt. Nú er sauðburðurinn að fara á fullt og þau eru komin austur í viku Ragnheiður, Þórarinn og Hallgrímur Ingi. Allir hjálpast að í húsunum og svo þarf að dreifa óhemju miklu af áburði á túnin. Þið hjálpið til næsta vor.
Kær kveðja
amma á Akureyri

5:10 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Þeir eiga eftir að verða liðtækir í sauðburðinum bræður.

5:14 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim