St. Patrick's Day
Við fórum í messu um síðustu helgi og í lok messunar steig father Jim Callan í pontu og lagði sérstaka áherslu á að menn héldu einn tiltekinn dag hátíðlegan þessa vikuna. Hann sagði ekki meir, en snéri höklinum við og hann var allur grænn á þeirri hliðinni. Það þurfti ekki meira til, græni liturinn sagði allt sem segja þurfti. Hann ráðlagði fólki meira að segja að taka sér frí frá föstunni og skemmta sér ærlega...
Í dag er sem sagt þjóðhátíðardagur Íra, St. Patrick´s day, og við höldum að sjálfsögðu upp á hann, enda eru drengirnir að fjórðungi Írar, þar sem að langömmur þeirra báðar í móðurætt eru írskar.
Í Chicago lita þeir ána græna, og það eru haldnar skrúðgöngur víða, borðaður írskur matur og drukkinn grænn bjór. Við höfum oft farið og séð skrúðgönguna hér og þær eru verulega skemmtilegar, en í ár brast á með hríð og stormi þannig að ég held að öllu verði frestað. Vonandi fer skrúðgangan fram um næstu helgi ef vel viðrar.
Læt þetta fylgja með í tilefni dagsins:
An old Irish blessing:
May the road rise up to meet you.
May the wind always be at your back.
May the sun shine warm upon your face,
and rains fall soft upon your fields.
And until we meet again,
May God hold you in the palm of His hand.
Í dag er sem sagt þjóðhátíðardagur Íra, St. Patrick´s day, og við höldum að sjálfsögðu upp á hann, enda eru drengirnir að fjórðungi Írar, þar sem að langömmur þeirra báðar í móðurætt eru írskar.
Í Chicago lita þeir ána græna, og það eru haldnar skrúðgöngur víða, borðaður írskur matur og drukkinn grænn bjór. Við höfum oft farið og séð skrúðgönguna hér og þær eru verulega skemmtilegar, en í ár brast á með hríð og stormi þannig að ég held að öllu verði frestað. Vonandi fer skrúðgangan fram um næstu helgi ef vel viðrar.
Læt þetta fylgja með í tilefni dagsins:
An old Irish blessing:
May the road rise up to meet you.
May the wind always be at your back.
May the sun shine warm upon your face,
and rains fall soft upon your fields.
And until we meet again,
May God hold you in the palm of His hand.
7 Ummæli:
Minnir mig á það að ég hef ekkert farið í kirkju hérna. Ætti kannski að drífa mig, a.m.k. einu sinni áður en ég flyt. Auður sem talar mjög oft um verðandi fermingu hefur heldur ekkert verið að ýta svo mikið á að skreppa. Hvað segið þið, er það þess virði?
Oh man hvad hun var rosalega flott skrudgangan 2003, hef sjaldan sed svona flotta:-)
Það var einmitt mjög mikið um græna litinn hérna á götum Köben í gær, hehe mikið um græna hatta, boli og jafnvel buxur hehe bara æðislegt!!!!!
Knús knús frá Köben
Kv.Helga Sólveig
Berglind - Svarið er bæði já og nei, fer eftir hverju er verið að sækjast. Kirkjur hér eru náttúrulega mjög margar og ólíkar. Ef þú færir í Lúterska, eða einhverja aðra mótmælenda kirkju yrðir þú sennilega fyrir einhverjum vonbrigðum og menningarsjokki vegna þess að upplifunin yrði svo ólík því sem þú ættir von á. Þú hefðir kannski gaman að koma í messu í kirkjunni okkar, enda er þessi kirkja verulega óhefðbundin og róttæk á flestan hátt, vílar ekki fyrir sér að takast á við kynþáttáhatur, kynjamisrétti, fordóma gegn hommum og lesbíum, kúgun, ofbeldi, fáttækt, stríðsbrölt og almenna mannvonsku í heiminum. Enda var presturinn rekinn úr kaþólsku kirkjunni af núverandi páfa...
Kannski efni í heilan pistil.
Helga - Gaman að heyra frá þér. Ég hélt að Danir þyrðu ekki undir nokkrum kringumstæðum að sleppa sér út í aðra liti en þann hvíta og rauða...
Oh já, minningin um Saint Paddies lifir enn! á meira að segja græna minjagripi einhvers staðar ofan í kassa!
Langaði líka að bæta við að ég fékk Wegmans-fráhvarfseinkenni við að lesa færsluna hér á undan. eina búiðn sem mér finnst hugsanlega geta komist í líkinu við Wegmans(Þó ekki í sama gæðaflokk á Wegmans) er Hagkaup í Kringlunni. Þar er virkilega skemmtilegt að versla....svona næstum eins og Wegmans.
Ég mæli líka með að allir eiga að prófa allar þær kirkjur sem þeir geta meðan þeir dvelja erlendis. Ég prófaði ykkar kirkju, Baptista-söfnuð með suðurríkja/gospel fíling, Búdda samkomu og kvöldkaffahitting með ungum Mormónum. Það var ótrúlega skemmtileg reynsla, gefur manni bæði meiri vísýni og skemmtilegar sögur að segja :-)
Knús á línuna,
Jóna Rún
Hehehehe ég hélt það reyndar líka þar til annað koma í ljós:-) Og það er víst bara nokkuð um fólk hérna með uppruna frá grænu þjóðinni:-)
Kv.frá Köben
já dríf mig bara í kirkju. Fór að vísu vegna rannsóknar minna í kirkju Babtista núna fyrir stuttu en það var ekki hefðbundin messa heldur fundur um skólamál. Þar voru allir African American.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim