20.9.07

ekónomiks eða íkónomiks?

Ólafur Stefán lærði margt í kindergarten. Hann lærði að lesa og skrifa dálítið og svo lærði hann líka hagfræði. Ég er ekki alveg viss um hvað það risti djúpt en hann segist alla vegana vita hvernig á að bera orðið economics fram. Mr. Justin (kennarinn hans) sagði jú að það ætti að bera það fram "ekónomiks" en ekki "íkónomiks". Hann er svo viss á þessu að hann hefur tvívegis leiðrétt karl í útvarpinu sem bar þetta vitlaust fram.
Þar var á ferðinni einhver Alan Greenspan sem sagði íkónomiks en ekki ekónomiks.....

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Enn gaman að sjá myndirnar af ykkur. Til hamingju með nýja trampolinið. það hefur mögrgum íslenskum stjórnmálamanninum orðið hált á framburði á The Economist tímaritinu þegar þeir vitna í það.
Ólafur er flottur í skólabúningnum, með bindi og uppáklæddur eins og þegar afi hans var í MA þá gengu allir svona fínir í skólanum alla daga.
Kær kveðja
amma.

7:02 f.h.  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Skemmtilegt blogg að vanda hjá þér Oddur. Er að bloggvæða mig aftur um þessar mundir. Hlakka til að fylgjast með ykkur í vetur. Ólafur er flottur í skólabúningnum. Eru þeir með skólabúninga í mörgum skólum í Rochester? Já sammála, ekkert amerískara en gul skólarúta.

3:44 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Já Ólafur er glerfínn í skólabúningnum það fer ekki á milli mála. Þetta er sennilega bara fínt fyrirkomulag. Hér er þetta einkum bundið við kaþólsku skólana.

9:00 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim