7.7.07

4. júlí

Við héldum 4. júlí hátíðlegan hér um daginn. Það var meira að segja íslenskur bragur yfir öllu saman vegna þess að ég var að berjast við að grilla í grenjandi rigningu. Sumarið hefur reyndar verið með eindæmum gott, mátulegur hiti, engin molla og nánast aldrei rignt, nú fyrr en náttúrulega 4. júlí.
Við fengum til okkar góða gesti, listræna fjölskyldan frá Íþöku heiðraði okku með nærveru sinni, og Halla systi Ásgríms var einnig með í för. Björk sá um skemmtiatriði að þessu sinni, sýndi dans.
Myndavélin var batteríslaus enn eina ferðina þannig að ég á því miður engar myndir af dansi Bjarkar.
Virkilega gaman að hittast en verst er að nú þurfum við bráðum að kveðja þetta góða fólk þar sem það ætlar að halda heim til íslands á vit nýrra ævintýra.

3 Ummæli:

Blogger Ásgrímur Angantýsson sagði...

Takk fyrir okkur! Þetta var líka hæfilega amerískt, ekta borgarar og svona. Okkur finnst líka leitt að þurfa að kveðja ykkur en við bindum vonir við að þið komið fljótlega heim...

12:50 f.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Við reynum að halda sambandi hvar sem við verðum. Ætlið þið að skella ykkur á fossana?

1:02 e.h.  
Blogger Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Takk fyrir okkur Oddur, þetta var frábært. Förum á þriðjudaginn að sjá fossana.

6:24 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim