Á slóðum Amish fólksins
Við vorum að koma heim frá tengdamömmu. Voru þar í um 4 daga. Það er mjög fallegt þar sem hún á heima mitt á slóðum Amish fólksins. Það er vinalegt að sjá hesta fyrir vögnum og þvott úti á snúrum á sveitabæjunum. Og svo trúir maður varla eigin augum þegar maður sér hest draga plóg úti á akri. En þau eru með sundlaug og drengirnir kunnu vel að meta það. Einar, Egill, Sigrún og Gísli komu í heimsókn til okkar þar og gistu eina nótt. Það vildi svo vel til að við vorum þarna akkúrat þegar þau voru á leiðinni til baka frá því að raða í gáminn sem þau eru að senda heim til Íslands. Ég varð síðan veikur, er með bronkítis og treysti mér ekki í vinnu í dag þar sem ég var með hita og vaknaði í svitapolli í nótt.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim