9.9.07

Komin heim til Rochester.

Þá erum við komin heim til Rochester. Við erum farin að vinna og skólinn er byrjaður. Við spurðum Ólaf hvernig skólinn væri um leið og hann steig út úr skólarútunni og hann sagði:

"I love it!"

Vonum bara að það haldist áfram. Edwin vinur hans er í skólanum í Brighton (gamla skólanum hans Egils Bjarna) og leiðist í pössuninni eftir skóla og finnst líka fáránlegt að þura að ganga eftir máluðum línum á gólfinu þegar hann er á rölti um ganga skólans. Allt í röð og reglu þar! En þetta á nú allt eftir að koma betur í ljós.

Fyrir utan apple pie þá held ég að ekkert sé amerískara en krakki að koma heim með gulri skólarútu.


Er hann ekki bara fínn í skólabúningnum?

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er bara snilldarmynd af frænda að koma hlaupandi út úr rútunni! Kveðjur inn í haustið frá Sigfúsi frænda.

6:34 f.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir í íbúðinni.

10:49 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim