Útskriftarveisla Matt í New Hampshire
Við skelltum okkur í mikið ferðalag og keyrðum alla leið til tengdapabba og Kate í NH. Þetta er hér um bil 7 tíma akstur og við ákváðum að gista eina nótt á hóteli á leiðinni. Útskriftarveislan var fín, og það var nóg af bæði mat og drykk og séð til þess að enginn færi svangur heim. Það er alltaf jafn fallegt hérna í New Hampshire á sumrin allt svo ótrúlega grænt og fallegt.
Við höldum heimleiðis á morgun en í dag er Memorial day, sem er frídagur. Við Meredith skelltum okkur og heilsuðum upp á Barack Obama, en hann var einmitt staddur í Hanover í dag. Best að blogga um það síðar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim