Dollarinn hrapar
Heima á Íslandi skrifaði Dr. Gunni frábæran pistil um hnignun frábærleikans fyrir stuttu. Hitti beint í mark. En hér fyrir westan hafa menn áhyggjur af stöðu dollarans. Fyrst fréttist það að þýsk ofurfyrirsæta krefðist þess að fá borgað í evrum en ekki í dollurum. Svo kom sjálft áfallið þegar ofurrapparinn Jay-Z létt glitta í búnt af evruseðlum í tónlistarmyndbandi.
Halló!
Þetta væri eins og að Bæjarins Bestu auglýstu eina með öllu í evrum. Þá væri virkilega kominn tími til að hafa áhyggjur. Ætli íslensku seðlabankastjórarnir fari bara ekki bráðum að fá borgað í evrum? Eru þetta ekki bara dauðakippir í krónunni?
4 Ummæli:
Fyndið! Einmitt ekki langt síðan Bandaríkjamenn gerðu stöðugt grín að evrunni. Þetta kannski lagast eitthvað með dollarann ef þeir hafa vit á að kjósa sér almennilegan forseta, velferðarvæða samfélagið og skipta um utanríkisstefnu.
Já það er gaman að þessu. Þeir eru farnir að fikra sig í áttina að umræðu um almennilegt heilbrigðiskerfi en þetta er mjög þungt í vöfum vegna þess að óbeitt á ríkisrekstri fá þeir í vöggugjöf.
Bara að kvitta fyrir innlitið. Hef lítið flakkað um bloggheima að undanförnu en alltaf gaman að koma hér.
Já, það þarf kannski að fara að endurskoða orðatiltæki eins og "að vera með dollaramerki í augunum" og nöfnin "Dolli og Penný" sem stundum eru höfð um aðhaldssöm hjón.
Aldrei heyrt þessi uppnefni á aðhaldssömum hjónum.
Þú ert sennilega kominn á kaf í ritgerðina.
Kærar kveðjur.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim