16.7.07

I'm so proud of you...


Grandma hefur gott lag á strákunum sínum og kann að hrósa þeim þegar það á við. Hún var hér í heimsókn fyrr í sumar og fór þá að segja Finni hvað hún væri hreykin af honum þegar hann stóð sig vel. Þetta átti t.d. við þegar hann var duglegur að sitja á koppinum, eða þegar hann var hlýðinn og góður. Og Finnur var næmur á þetta og fór sjálfur að nota þetta óspart á Grandma á móti þegar honum þótti hún eiga hrós skilið. Og þá heyrðist í honum: "Grandma - I´m so proud of you!" Erfitt að springa ekki úr hlátri þegar hann segir þetta.
Í kvöld var ég inni á klósetti að pissa og Finnur sá til mín og þá glumdi náttúrulega í honum:
"Pabbi, I´m so proud of you!"

Myndin var tekin fyrr í sumar þegar Finnur var úti á stétt á brókinni og með aðra sem höfuðfat. Svo er hann líka í bol með mynd af Che Guevara og rauða veifu í hendinni.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Oh litla krúttið:-) Gaman að geta fylgst með ykkur svona á heimasíðunni en nú verð ég að taka upp tólið og hringja í ykkur í vikunni, svona fyrst að maður er á Íslandinu:-) Vona að ég sjái ykkur sem fyrst
Knús knús á ykkur öll
Kv.Helga Sólveig

3:33 e.h.  
Blogger Oddur Ólafsson sagði...

Það verður gaman að hitta þig á Íslandi Helga.
Kveðjur.

8:53 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim