Sá á kvölina sem á (skóla)völina
Nú fer að styttast í að við þurfum að ákveða í hvaða skóla Ólafur Stefán á að fara. Það er eins og með svo margt í þessum heimi, að lífið er einfaldara á Íslandi þar sem maður þarf ekki að taka jafn margar ákvarðanir, maður sendir barnið sitt bara í skólann. Hér koma nokkrir helstu möguleikarnir:
Almenningsskólarnir í Rochester:
Skólarnir þykja ekki góðir og það er ein aðalástæðan fyrir því að ungt menntafólk eins og við á að flytja úr borginni í úthverfin þegar elsta barnið kemst á skólaaldur. Við fórum nú samt með opnum huga á kynningu hjá þeim en ég gerði nú eiginlega upp minn hug um leið og ég gekk inn í bygginguna og rak augun í skilti þar sem tekið var fram að skotvopn væru ekki leyfileg í skólanum. Og nota bene, þessi skóli er bara K-5, ekki high school! Það eru samt til nokkrir góðir skólar á vegum borgarinnar, en við misstum svolítið af lestinni vegna þess að við héldum Ólafi Stefáni á leikskólanum í kindergarten, en hefðum getað sett hann í skóla þá.
Almenningsskólarnir í Pittsford eða Brighton:
Pittsford og Brighton eru úthverfi í kringum Rochester og þar þykja skólarnir vera með því besta sem gerist í öllum Bandaríkjunum. Okkur þykir þó að krakkarnir séu keyrðir töluvert hart áfram í Pittsford, og það er dálítið sérstakt að vera í bæjarfélagi þar sem allt snýst um þessa æðislegu skóla. Við kunnum bæði mjög vel við Brighton og það væri vissulega möguleiki að flytja þangað (og kaupa dýrara hús og borga hærra útsvar). Eins og staðan er í dag viljum við samt helst ekki flytja, kunnum vel við okkur í okkar hverfi, erum nálægt vinnunni og síðan vitum við ekki hvað við verðum lengi hér í Rochester.
Cobblestone: Þetta er lítill einkarekinn skóli niðri í bæ sem virðist sinna sínum krökkum mjög vel. Skólagjöld yrðu c.a. $8000 á ári. Höfðar að einhverju leyti til barna með sérþarfir. Við þekkjum stelpu sem er nemandi þarna og hún er mjög ánægð, var fyrsta árið í almenningsskóla í Rochester þar sem hún lenti í því hlutverki að vera nánast aðstoðarkennari í bekknum. Ég batt miklar vonir við þennan skóla, og ég sá þar margt verulega gott, eins og t.d. spurningarnar sem 5-6 ára krakkarnir vildu leita svara við þegar þau vorum að læra um geiminn. Er himnaríki partur af geimnum? Eru bein á Mars? Hversvegna er stjörnurnar í laginu eins og þær eru? En Cobblestone náði samt ekki alveg að heilla mig. Mér fannst stundum að þar væri dálítill losarabragur og ringulreið á hlutunum.
Genesee County Charter School: Þetta er einhverskonar tilraunaskóli á vegum hins opinbera. Engin skólagjöld, þykir vera mjög góður. Kennslan er óhefðbundin, þeir þurfa ekki að fylgja námsskránni og eru hvorki með próf né endalausan heimalærdóm. Námið snýst í kring um þema hérna í umhverfinu og þau vinna oft mjög flott og metnaðarfull verkefni. Gerðu t.d. verkefni um skipaskurðinn og möguleika út frá honum í miðbænum og sú skýrsla var kynnt fyrir borgarstjóranum. Mjög mikil samkeppni um pláss, við hefðum átt að sækja um fyrir Ólaf þar í fyrra og hefðum þá kannski átt smá möguleika. Höfðar mjög sterkt til þeirra sem búa í borginni en telja borgarskólana vera lélega, og eins til hinna sem þola ekki endalaus próf og heimalærdóm og vilja prófa nýjar leiðir í menntun.
Allendale Columbia og Harley: Þetta eru hvorutveggja dýrir, mjög góðir einkaskólar eða prep school, þ.e. þeir miða að því að undirbúa nemendurna undir háskólanám. Í Allendale Columbia er hefðbundin góð kennsla, ekki endalaust föndur alla daga. Denise nágrannakonu finnst þetta góður kostur fyrir Ólaf. Harley er líka hrikalega flottur og góður skóli, en svolítið óhefðbundnari og meira "granola" en Allendale Collumbia. Hreint út sagt frábær skóli þar sem nemendum er vel sinnt og það er passað upp á að ekki verði einelti og leiðindi til staðar. Þeir eru með sína eigin sundlaug og glænýtt glerstúdíó. Maður gæti haldið að þarna séu einungis börn ríkra foreldra en svo er ekki, mörg börnin fá styrki og svo eru þarna börn foreldra sem ekki eru rík en leggja ofuráherslu á góðan skóla. Skólagjöldin hjá þeim báðum? Ekki nema um $15000 á ári.....
Hann Ian vinur okkar er mikill talsmaður Harley. Hann ólst upp í Rochester og gekk í Harley (foreldrar hans höfðu efni á að senda hann þangað vegna þess að mamma hans vann í skólanum og fékk þessvegna góðan afslátt á skólagjöldunum). Þaðan fór hann til Harvard og endaði síðan á Íslandi! Hann hefur ekkert nema góða hluti um skólann að segja og mælir með því að við sendum Ólaf þangað.
Nazareth Hall: Nazareth Hall er kaþólskur skóli. Við höfðum útilokað nokkra svoleiðis skóla á ýmsum forsendum. Einn var verulega snobbaður og of kaþólskur (98% nemenda kaþólskir). Í öðrum hékk plakat uppi á vegg með sögu heimsins, en samkvæmt því varð heimurinn til um 4000 árum fyrir krist....
En síðan fór ég í kynningu í Nazareth Hall og varð mjög heillaður. Þetta er lítill skóli, í eldgamalli byggingu. Lyktin og kaþólsku líkneskin minna á húsið hennar "Grandma Cricco" og svo brakar í stigunum eins og í MA. Þeir eru með ágæta blöndu af krökkum, 50% kaþólskir og 50% hvítir. Ég fékk bara einhvernvegin mjög góða tilfinningu fyrir þessum skóla. Helsti gallinn er sá að hann er dálítið langt í burtu. Verð?? Um $4500 á ári.
Jæja, þarna hafið þið það, þetta eru nokkrir helstu möguleikarnir.
Almenningsskólarnir í Rochester:
Skólarnir þykja ekki góðir og það er ein aðalástæðan fyrir því að ungt menntafólk eins og við á að flytja úr borginni í úthverfin þegar elsta barnið kemst á skólaaldur. Við fórum nú samt með opnum huga á kynningu hjá þeim en ég gerði nú eiginlega upp minn hug um leið og ég gekk inn í bygginguna og rak augun í skilti þar sem tekið var fram að skotvopn væru ekki leyfileg í skólanum. Og nota bene, þessi skóli er bara K-5, ekki high school! Það eru samt til nokkrir góðir skólar á vegum borgarinnar, en við misstum svolítið af lestinni vegna þess að við héldum Ólafi Stefáni á leikskólanum í kindergarten, en hefðum getað sett hann í skóla þá.
Almenningsskólarnir í Pittsford eða Brighton:
Pittsford og Brighton eru úthverfi í kringum Rochester og þar þykja skólarnir vera með því besta sem gerist í öllum Bandaríkjunum. Okkur þykir þó að krakkarnir séu keyrðir töluvert hart áfram í Pittsford, og það er dálítið sérstakt að vera í bæjarfélagi þar sem allt snýst um þessa æðislegu skóla. Við kunnum bæði mjög vel við Brighton og það væri vissulega möguleiki að flytja þangað (og kaupa dýrara hús og borga hærra útsvar). Eins og staðan er í dag viljum við samt helst ekki flytja, kunnum vel við okkur í okkar hverfi, erum nálægt vinnunni og síðan vitum við ekki hvað við verðum lengi hér í Rochester.
Cobblestone: Þetta er lítill einkarekinn skóli niðri í bæ sem virðist sinna sínum krökkum mjög vel. Skólagjöld yrðu c.a. $8000 á ári. Höfðar að einhverju leyti til barna með sérþarfir. Við þekkjum stelpu sem er nemandi þarna og hún er mjög ánægð, var fyrsta árið í almenningsskóla í Rochester þar sem hún lenti í því hlutverki að vera nánast aðstoðarkennari í bekknum. Ég batt miklar vonir við þennan skóla, og ég sá þar margt verulega gott, eins og t.d. spurningarnar sem 5-6 ára krakkarnir vildu leita svara við þegar þau vorum að læra um geiminn. Er himnaríki partur af geimnum? Eru bein á Mars? Hversvegna er stjörnurnar í laginu eins og þær eru? En Cobblestone náði samt ekki alveg að heilla mig. Mér fannst stundum að þar væri dálítill losarabragur og ringulreið á hlutunum.
Genesee County Charter School: Þetta er einhverskonar tilraunaskóli á vegum hins opinbera. Engin skólagjöld, þykir vera mjög góður. Kennslan er óhefðbundin, þeir þurfa ekki að fylgja námsskránni og eru hvorki með próf né endalausan heimalærdóm. Námið snýst í kring um þema hérna í umhverfinu og þau vinna oft mjög flott og metnaðarfull verkefni. Gerðu t.d. verkefni um skipaskurðinn og möguleika út frá honum í miðbænum og sú skýrsla var kynnt fyrir borgarstjóranum. Mjög mikil samkeppni um pláss, við hefðum átt að sækja um fyrir Ólaf þar í fyrra og hefðum þá kannski átt smá möguleika. Höfðar mjög sterkt til þeirra sem búa í borginni en telja borgarskólana vera lélega, og eins til hinna sem þola ekki endalaus próf og heimalærdóm og vilja prófa nýjar leiðir í menntun.
Allendale Columbia og Harley: Þetta eru hvorutveggja dýrir, mjög góðir einkaskólar eða prep school, þ.e. þeir miða að því að undirbúa nemendurna undir háskólanám. Í Allendale Columbia er hefðbundin góð kennsla, ekki endalaust föndur alla daga. Denise nágrannakonu finnst þetta góður kostur fyrir Ólaf. Harley er líka hrikalega flottur og góður skóli, en svolítið óhefðbundnari og meira "granola" en Allendale Collumbia. Hreint út sagt frábær skóli þar sem nemendum er vel sinnt og það er passað upp á að ekki verði einelti og leiðindi til staðar. Þeir eru með sína eigin sundlaug og glænýtt glerstúdíó. Maður gæti haldið að þarna séu einungis börn ríkra foreldra en svo er ekki, mörg börnin fá styrki og svo eru þarna börn foreldra sem ekki eru rík en leggja ofuráherslu á góðan skóla. Skólagjöldin hjá þeim báðum? Ekki nema um $15000 á ári.....
Hann Ian vinur okkar er mikill talsmaður Harley. Hann ólst upp í Rochester og gekk í Harley (foreldrar hans höfðu efni á að senda hann þangað vegna þess að mamma hans vann í skólanum og fékk þessvegna góðan afslátt á skólagjöldunum). Þaðan fór hann til Harvard og endaði síðan á Íslandi! Hann hefur ekkert nema góða hluti um skólann að segja og mælir með því að við sendum Ólaf þangað.
Nazareth Hall: Nazareth Hall er kaþólskur skóli. Við höfðum útilokað nokkra svoleiðis skóla á ýmsum forsendum. Einn var verulega snobbaður og of kaþólskur (98% nemenda kaþólskir). Í öðrum hékk plakat uppi á vegg með sögu heimsins, en samkvæmt því varð heimurinn til um 4000 árum fyrir krist....
En síðan fór ég í kynningu í Nazareth Hall og varð mjög heillaður. Þetta er lítill skóli, í eldgamalli byggingu. Lyktin og kaþólsku líkneskin minna á húsið hennar "Grandma Cricco" og svo brakar í stigunum eins og í MA. Þeir eru með ágæta blöndu af krökkum, 50% kaþólskir og 50% hvítir. Ég fékk bara einhvernvegin mjög góða tilfinningu fyrir þessum skóla. Helsti gallinn er sá að hann er dálítið langt í burtu. Verð?? Um $4500 á ári.
Jæja, þarna hafið þið það, þetta eru nokkrir helstu möguleikarnir.
12 Ummæli:
ég segi Nazaret
kv.hs
Guð hvað ég er fegin að vera ekki í þessum sporum á Íslandi, þ.e. að ég sé ein af þeim heppnu sem hafa hugsanlega efni á "besta skólanum" og rétta menningarauðmagnið til að átta mig á "besta" skólanum á meðan múgurinn þarf að sætta sig við hundlélegt almenningsskólakerfi. Það góða við Ísland er að þar getur maður verið viss um ákv. gæði sem alls ekki er hægt í BNA, hvort sem maður heitir Jón eða séra Jón, er verkamaður eða doktor. Þeir sem hafa mikið menningar- og/eða efnhagslegt auðmagn eru þeir einu sem hafa val í BNA. Þar sem slíku auðmagni er mjög misskipt í BNA er ekki von á mjög sanngjarnri útkomu. Skólakerfið á sinn þátt í að viðhalda og endurskapa misréttið sem viðgengst í samfélaginu. Þið getið því verið fegin að vera í þeim hópi að hafa val!!! sem er þó alveg einstaklega miskræsilegt.
Takk fyrir athugasemdirnar. Já, það er eins og Meredith segir um margan samanburðinn á Bandaríkjunum og Íslandi. Meðaltalið á Íslandi er betra en meðaltalið í Bandaríkjunum, en skalinn er breiðari hér og því oftast hægt að finna eitthvað bæði miklu verra og miklu betra en á Íslandi. Það má heimfæra þessa speki upp á ansi margt.
En ég er sammála að þessi mismunur á skólum hljóti að eiga stóran þátt í misréttinu sem viðgengst.
Út frá þessu mætti ætla að mun fleiri væru í bæði efsta og neðsta þrepi einkunnaskalans í BNA en á Íslandi. Það virðist hins vegar eingöngu eiga við um neðstu þrepin en ekki efstu, sbr. bls 57 í PISA http://www.pisa.oecd.org/dataoecd/1/60/34002216.pdf
Ísland hefur bæði hærri meðaleinkunn, mun fleiri ná grunnviðmiðum og svipað margir eru í efsta skalanum. Þú getur eflaust fundið skóla í BNA sem eru fyrst og fremst fullir af börnum með mikið menningarauðmagn. Það skapar ákveðin anda og blæ sem e.t.v. er eftirsóknarverður. Eins fer þá enginn tími í "liðið" sem hefur ekki fengið "réttu" innrætinguna. Það þýðir hins vegar ekki að skólakerfið sé framsæknara eða betra. Ísland kemur því bæði betur út varðandi jafnrétti og árangur. Það skemmtilega við PISA niðurstöðurnar var að þær sýndu að jafnrétti og árangur fara mjög gjarnan saman. Íslenskt menntafólk sem dvelur í BNA hefur fyrst og fremst reynslu af slíkum skólum og þreytist því seint á að útmála hversu bandaríska grunnskólakerfið sé miklu betra en það íslenska.
Sæll Oddur!
Gaman að lesa þessa færslu og verð ég að leggja orð í belg!
Já, ég held að það verði seint sagt að skólakerfið í USA sé það aðgengilegasta í heimi. Ég hef alltaf staðið á því að grunnmenntun sé mannréttindi allra barna og að allir skólar eiga að vera góðir og bjóða öll börn velkomin. Að mínu mati þýðir það samt ekki að allir skólar eiga að vera eins, enda eru börn svo mismunandi. Og ég verð að viðurkenna að það er eitthvað sem hefur alltaf heillað mig pínu við Bandarískakerfið er valfrelsið-ekki samt með öllum kvöðunum sem fylgja, heldur bara þetta valfresli. Íslenskir skólar eru um margt rosalega góðir, en geta bætt sig enn meir. Sumir segja að íslenskir skólar séu mjög góðir fyrir hinn venjulega nemenda(sem flestir eflaust eru) og er það vel. Mér hefur alltaf fundist vanta á Íslandi að sinna betur "góðum og gáfuðum" nemendum, ef svo má að orði komast. Það er oft mikil umræða um að sinna þeim sem standa verr að vígi, sem ég er fyllilega sammála að verður ða halda mjög vel utan um. En þá má heldur ekki gleyma þeim sem skara fram úr og mér finnst við Íslendingar ekki nógu góð í að hvetja duglega nemendur. Fer vissulega eftir kennurum, í barnaskóla lét einn kennari mig fá þyngra efni í einu fagi en ég þurfti að byðja annan kennara um þyngra námsefni og hann varð aldrei við þeirri bón minni.
Viðurkenni það þó fúslega að ég hef ekki hugmynd um hvernig það er gert í Bandaríkjanum, en það virkar oft á mig að það sé meira hvetjandi fyrir afburðagáfað fólk. Kannski á það meira við eldri skólastig.
En hvað varðar skólana verð ég að segja að Cobblestone og Nazareth Hall hljóma spennandi, sem og Genesee County Charter School, ef þið hyggjist vera eitt til tvö ár. Hljómar sem spennandi tilraun. En af öllum öðrum ólöstuðum myndi ég setja Harley efst á blað...ef ég gæti pungað út fyrir skólagjöldunum.
Jæja, komið nóg. Bið að heilsa og takk fyrir mig!
Já það er frábært ef íslensku skólarnir eru svona góðir. Það var ekki mín persónulega upplifun þegar ég flutti heim frá Kanada 1983. Þá tók við 1-2 ára frí í flestum fögum nema íslensku. Og samt var ég í Barnaskóla Íslands! (Akureyrar)
Síðan man ég að ég heyrði útvarpsþátt stuttu eftir að ég flutti heim þar sem fólk var að hringja inn og ræða um skólamál. Ýmsir nefndu marga galla á íslenska kerfinu, en voru þó sammála um að íslenska kerfið væri best. Enginn nefndi nokkuð því til stuðnings, hvorki samanburð né reynslu frá öðrum löndum. Íslenskt er best, punktur. Þannig var nú viðhorfið þá.
Þetta með krakka sem eru á undan, þeim hefur, eða var ekki mikið verið sinnt á Íslandi. Ég lenti eihvertíman í því að róa foreldra sem voru nýflutt heim frá Bandaríkjunum með því að segja þeim að það yrði allt í lagi þótt að menningarsjokkið væri mikið, og skólinn liti út fyrir að vera hálfgert dútl, krakkarnir fengu bara útrás fyrir gáfurnar á annan hátt, eins og t.d. í tónlistarnámi eða félagsstarfi, og á endanum myndi allt verða í lagi. En það virðast margir upplifa einhverskonar tómarúm þegar flutt er heim og það er pottþétt vegna þess að fólk hefur átt heima í háskólabæjum og krakkarnir hafa verið í frábærum almenningsskólum.
Á kynningunni á Harley var ein kona sem sagði frá því að hún hafði flutt dóttur sína þangað vegna þess að hún var nánast ári á undan og krakkarnir voru farnir að stríða henni á því. Í Harley er henni ekki strítt, hún er enn c.a. ári á undan, en þeir fara þannig með það að hinir krakkarnir hafa ekki hugmynd hvar hún stendur.
Það var virkilega sniðugt hjá þér Oddur að kveikja þessa umræðu. Hún er skemmtileg og gaman að velta þessum málum upp. Í fyrsta lagi tel ég ósanngjarnt að bera saman grunnskólakerfið á Íslandi eins og það var fyrir 20 árum og svo nú. Ég var sjálf í frekar slöppum grunnskóla þegar ég hugsa til baka og ber það saman við kerfið nú, hvort sem er í BNA eða heima. Ég hef hins vegar sjálf verið kennari í grunnskólakerfinu heima og hef svo samanburð af því fína almenningsskólakerfi hér í Íþöku og ég sé ekki þennan heiftarlega mun sem fólk talar um. BNA skólarnir sem ég þekki eru að sumu leyti meira gamaldags í kennsluaðferðum (sérstaklega í middleschool) og mér finnst félagslega ekki sniðugt að hafa fjölbrautarkerfi hjá svo ungum börnum (6.-8.bekkur). Ég er hins vegar mjög hrifin af því í elementary skóla yngri dóttur minnar hversu mikið þeir gera út á menningarlegan margbreytileika, kenna um mannréttindi. Þeir halda líka stíft að börnum að taka heimanámið alvarlega og er refsað ef það er ekki í lagi. Í öðru lagi finnst mér vert að minna hér á að grunnskólar hafa annað hlutverk en t.d. háskólar en í þeim síðarnefndu er markmiðið fyrst og fremst eitt; hið akademíska. Mér finnst hlutverk grunnskólans mun víðtækara og flóknara að mörgu leyti. Hann mótar verðandi samfélagsþegna. Mér finnst hið blandaða kerfi heima (þ.e. nemendur eru ekki flokkaðir í bekki eða skóla eftir getu, fötlun, uppruna eða öðru slíku) mjög jákvætt ólíkt því sem gengur og gerist hér í BNA. Inn í slíku kerfi á alveg að vera hægt að sinna þörfum barna sem hafa mikið menningarauðmagn (afburðagreind). Reykjavíkurborg hefur reynt að innleiða þessa hugsun með "einstaklingsmiðuðu námi" þar sem hver og einn keppir við sjálfan sig og hefur sína eigin námskrá út frá eigin námsþörfum. Þrátt fyrir að elementary skóli dóttur minnar sé góður þá á hann langt í land með að hugsa með þessum hætti. Börnum er mjög gjarnan seinkað um bekk ef þau ná ekki bekkjarnámsviðmiðum í stærðfræði eða móðurmáli þrátt fyrir að rannsóknir sýni að það hjálpar þeim ekki til lengri tíma litið. Þið megið þó alls ekki skilja mig þannig að ég haldi að allt sé best á Íslandi ;)Mér hefur hins vegar fundist samanburðurinn við BNA ekki reistur á sanngjörnum rökum.
Já það er gaman að ræða þessi mál. Varðandi félagslega þáttinn þá vorum við einmitt að hugsa um það um daginn. Skv. því sem við höfum heyrt er Harley skólinn verulega góður hvað félagslegu hliðina varðar. Eldri börnin eru góð við þau yngri, ekki mikið einelti, samfélagsleg ábyrgð (tvær stelpur í eldri bekkjunum tóku að sér það þrekvirki að láta skólann byggja Habitat for Humanity hús hér í borginni). Sem sagt æskilegt umhverfi fyrir börn, eða hvað? Við spurðum Ian að því hvað gerist eiginlega þegar Harley nemar útskrifast og fara út í heiminn (the REAL world) og þurfa að kljást við fólk sem aldrei var kennt að vera vinir allra. Brotna þau bara niður og gráta eða hvað gerist? Hann sagði að þetta væri verulega góð spurning og hann hefði tekið eftir mun á Harley krökkum og þeim sem voru að byrja í Harley í eldri bekkjum. Þau voru meira "steet wise". Eru hin hörðu unglingsár með eineltinu, stríðninni og öllu þessu vonda nauðsynleg, eða er allt í lagi að skauta bara fram hjá því öllu? Ein kona sem vinnur með mér tók krakakna sína út úr Harley (og setti þá að sjálfsögðu í skólana í Pittsford). Strákarnir hennar kvörtuðu yfir því að það væri alltaf verið að fylgjast með þeim og öllu sem þeir gerðu í Harley.
Félagslegi þátturinn í skólastarfinu er jafnmikilvægur og hið eiginlega námsefni að mínu mati enda lærum við ekki bara af bókum...kannski lærum við minnst af bókunum? Er líka sammála því að grunnskólar hafa allt önnur hlutverk en framhaldsskólar. Allt sem heitir "KERFI" er ávallt erfitt og því er held ég aldrei hægt að finna hinn fullkomna skóla eða hið fullkomna skólakerfi.
Og skólarnir í Pittsford og Brighton eru náttúrulega líka heillandi, enda skemmtileg hverfi að mínu mati.
Hægt að skeggræða þetta endalaust...
vildi bara bæta við með félagslega þáttinn, þar sem maður er komin á svo mikið flug með þetta, að allt félagsstarfið sem maður tók þátt í í MA var STÓR skóli út af fyrir sig og rosalega stór hluti af öllu náminu. Í grunnskólanum heima var félagslífið líka stór partur. Maður var alltaf að skipuleggja eitthvað og taka þátt í einhverju, ásamt námi, tónlistarnámi og íþróttaiðkun.
Í þýsku Gymnasium er þetta svo alls ekki þannig. Það er bara ekki hægt að líkja þessu saman. Þar var bara ekkert að gerast innan skólanna, nema hljómsveitaæfingar og skólablöð. Og svo gerðu ABI árgangarnir alltaf eitthvað.
Allt þetta skiptir máli! Maður lærir af lífinu :-)
Já það er víst hægt að ræða þetta endalaust... enda höfum við Oddur gert það mörg kvöld undanfarið!
Ég er sammála því að margt af því sem grunnskólinn þarf að kenna er einmitt félagslegt eða allavega ekki akademískt, eins og umburðarlyndi, skilningur á fólki sem er
ólíkt manni sjálfum, ábyrgð, góðar námsvenjur... Og því miður er það einmitt þess vegna sem margir efnaðir foreldrar geta ekki hugsað sér að láta börnin sín ganga í almenningsskóla í stórborg (ef Rochester getur talist stórborg :-)). Þau tala um að kennslan sé ekki nógu góð, en hún er kannski með svipaða galla og kosti og kennslan í úthverfunum þangað sem þau flytja. En það er oft aðallega það félagslega sem fólk er að flýja, það vill sem sagt ekki að börnin sín alist upp og mótist í kringum "svona börn". (Auðvitað erum við ekki laus við þetta sjálf, sbr. tilfinningin þegar við sáum bannið við skotvopnum við skóla fyrir 5-10 ára krakka!) Hvort sem þetta eru fordómar gagnvart fátækum eða hreint og beint kynþáttafordómar er ekki alltaf hægt að segja. Eitt er ljóst að þegar langflest börn í þessum skólum eru úr fátækum fjölskyldum (yfirleitt fá yfir 90% af krökkunum ókeypis morgunmat og hádegismat frá yfirvöldum) og meirihlutinn þarf aukastuðning strax í kindergarten, þá er gríðarlegt álag á kennurunum og kerfinu, og ekki von um að allir fái að njóta sín. Og þannig er reynsla kunningja okkar af almenningsskólunum - þau falla í tvo flokka. Annarsvegar eru þau sem eru upptekin með lífið og senda barnið sitt bara í skóla og halda að allt gangi bara upp eins og þegar þau sjálf voru lítil - þau uppgötva eftir smá tíma að barnið hefur orðið út undan. Hinsvegar eru þau sem eru ánægð með reynslu barnanna sinna í almenningsskólum: þau eru það einmitt vegna þess hvað þau eru aktív, þau hafa lært vel á kerfið og eru stöðugt í sambandi við kennarann, eru alltaf að berjast til að fá aukatækifæri fyrir börnin sín -- þau eru sem sagt að nýta menningarauðmagnið aðeins öðruvísi en þau sem kjósa að flytja eða senda börnin sín í einkaskóla, en þau eru samt að nýta það, og á kostnaði þeirra barna sem eiga ekki foreldra sem geta verið svona málsvarar.
Þetta er helsti ókosturinn við kerfið hér þar sem menntafólkið setur börnin sín í einkaskóla eða flýr borgina: þrátt fyrir að allir tali um mikilvægi umburðarlyndis og menningarlegs fjölbreytileika, fá fæst börn að alast upp í fjölbreyttum hóp. Þeir velsettu eru saman í skóla og mynda sinn Old Boys Club, og þeir illa settu eru einangraðir í fátækt. Þetta er ekki bara spurning um aðskilnað kynþátta, heldur um peninga og menntun eða menningarauðmagn -- enda segir Anton að þó að það séu svartir krakkar og krakkar af indverskum og asískum (og íslenskum!) uppruna í skólunum í fínu úthverfunum þá skiptir það engu, krakkarnir eru allir eins og koma úr svipuðum bakgrunni hvað varðar lífsgildi og tækifæri. Við vonum bara að einkaskólarnir gefi annan möguleika þar sem Ólafur getur kynnst breiðari hóp - borgarskólarnir eru ekki lengur möguleiki þar sem við misstum af því að skrá hann í fyrra, og úthverfisskólarnir ekki aðlandandi sbr. að ofan. Einkaskólarnir veita styrki, sem hjálpar að einhverju leyti, og svo hafa kaþólsku skólarnir þann kost að það er ríkur siður fyrir því að kaþólskir foreldrar sem eru annars ekki ríkir eða mjög menntaðir vilja senda börnin sín þangað af trúarlegum ástæðum. Þau fá síðan afslátt af skólagjöldum ef þau eru skráð í kaþólskan söfnuð.
Hvað sem þið nú veljið á endanum er ég þess fullviss að þið veljið vel. Ólafur er einstakur strákur (einn af þessum kurteisu og góðu strákum eins og Björk segir) og á eftir að láta gott af sér leiða hvar sem hann verður í sveit settur.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim