Kremostur
Ég er alltaf að leggja að Ólafi Stefáni að tala íslensku við mig og það gengur svona allaveganna, en hefur gengið vel nú í nokkra daga. Ef hann segir eitthvað við mig á ensku hef ég gjarnan sagt "Ég skil ekki" og þannig ýtt á hann að segja það sama á íslensku en það fer gífurlega í taugarnar á honum. Hann vill frekar að ég biðji sig að tala íslensku. Nú í kvöld var hann búinn með kvöldmatinn og vildi fá ristað brauð með rjómaosti. Hann bað um "bread with cream cheese" og ég bað hann að tala frekar íslensku. Og þá sagði hann - "má ég fá brauð með kremosti?"
1 Ummæli:
Björk sagði einmitt "þú ert velkomin" þegar Auður þakkaði henni fyrir að fá að smakka kakóið hennar. Þarf ekki að vera lengi í útlöndum til að svona komi upp! Ég leiðrétti hana og þá sagði hún bara: "já en ég sagði þetta á íslensku" og fannst hún hafi uppfyllt öll skilyrði.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim