11.1.07

Hann er tveggja ára í dag!



Það renndi sér lítill maður niður stigann í morgun og tilkynnti að hann væri orðinn tveggja ára.
Þeir sofa saman í rúmi bræður og Ólafur var búinn að minna hann á þetta.
Annars gerðust hér þau undur og stórmerki að það fór að snjóa, og nú er búinn að vera snjór í 2 daga, sem er nýtt met þennan veturinn.

Og hér eru tvær myndir af afmælisbarninu. Hann var að fela sig inni í einhverskonar tjaldi og dró síðan frá við mikla kátínu. Það er til nokkurnvegin alveg eins mynd af Sigfúsi frá Svíþjóð þegar hann var á svipuðum aldri.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju med daginn, elsku Finnur minn!

Thinn einlægur,

Afi

12:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Finnur krúttið mitt! Bara orðinn tveggja ára...finnst svo stutt síðan þú komst í heiminn ;-)

Vona að þið hafið öll haft það gott á afmælisdaginn :-)

Ich liebe Dich Finnur :-)

3:34 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Elsku Finnur minn
Nú ert þú orðinn tveggja ára stóri duglegi drengurinn hennar ömmu.
Vonandi hefur þú gaman af púslinu sem þú fékkst frá afa og ömmu.
I nótt 12 jan eignaðist þú litla frænku. Hún er dóttir Ragnheiðar Þengils og Óla. Savanhildur Þengils frænka þín á sama afmælisdag og þú.
Vonandi sjáumst við áður en þú verður þriggja ára.
Bless
Amma

6:27 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim